Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Geðheilsuteymi

Geðheilsuteymi HVE veitir þverfaglega meðferð einstaklingum 18 ára og eldri, sem glíma við alvarlegar geðraskanir. Í teyminu starfa geðhjúkrunarfræðingur, læknir, sálfræðingur, sálmeðferðarfræðingur og fulltrúi notanda. Einnig eru starfræktir geðræktarhópar á vegum teymisins á Akranesi (1x viku), í Borgarnesi og Stykkishólmi (1x í mánuði).

Tilvísanir

Tilvísanir skulu berast í gegnum lækna heilsugæslunnar. Einnig geta ljósmæður í mæðra-, ung- og smábarnavernd í sérstökum tilvikum sent tilvísun til teymisins, sem og starfsmenn félagsþjónustu. Sama á við um geðsvið Landspítala, ef um beint framhald af innlögn er að ræða. Mikilvægt er að önnur úrræði hafi verið reynd, áður en vísað er til geðheilsuteymisins.

Staðsetning og svæði

Þjónusta geðheilsuteymisins nær til allra sveitarfélaga og íbúa á Vesturlandi, en fer að mestu leyti fram á Akranesi. Þó er reynt að koma til móts við íbúa alls staðar á svæðinu, eins og mögulegt er, bæði með staðsetningu viðtala og rafrænum lausnum.

Samstarf

Geðheilsuteymi HVE er í samstarfi við önnur geðheilsuteymi og stofnanir eftir þörfum. Þar má helst nefna móttökugeðdeildir og bráðamóttöku geðsviðs Landspítala. Einnig vinnur teymið með félagsþjónustu sveitarfélaga eða öðrum þeim stofnunum sem koma að félags- eða heilbrigðisþjónustu skjólstæðinga. Geðheilsuteymið vísar enn fremur málum annað ef sérhæfðari meðferð utan stofnunar er talin skila betri árangri.

Hafa samband

Hægt er að hafa samband í gegnum tölvupóst teymisins ght@hve.is Heilsugæslan á Akranesi tekur einnig við símtölum og kemur skilaboðum áleiðis. Símanúmer HVE á Akranesi er 432-1000.

Hafir þú ábendingar, kvartanir eða hrós varðandi starfsemina viljum við gjarnan heyra frá þér - það hjálpar okkur að gera þjónustuna betri.

Annað

Geðheilsuteymi HVE sinnir ekki virkum fíknivanda, ADHD- eða einhverfurófsgreiningum, greindarprófunum, taugasálfræðilegu mati eða þroskamati. Geðheilsuteymi ADHD hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins sér um ADHD greiningar fyrir allt landið. Hægt er að fá tilvísun þangað í gegnum heilsugæslu. Einhverfusamtökin veita jafnframt ráðleggingar um hvert megi leita vegna einhverfurófsgreininga á fullorðinsaldri.

Ekki er greitt komugjald fyrir tíma hjá meðferðaraðilum teymisins.

Endurnýjanir vottorða fara í gegnum heilsugæslu.

Hlutverk og markmið

  • Að stuðla að og viðhalda bata.

  • Að veita einstaklingsmiðaða þjónustu.

  • Að tryggja samfellu og samþættingu í meðferð.

  • Að hvetja til sjálfshjálpar og sjálfsvirðingar.

  • Að styðja einstaklinginn í að lifa innihaldsríku lífi.

  • Að fækka endurinnlögnum og styrkja aðlögunarhæfni eftir útskrift af sjúkrahúsum.

  • Við hjálpum þér að:

  • Rækta styrkleika þína og helstu áhugasvið.

  • Finna valdeflandi leiðir að bata.

  • Auka skilning, styrk og getu til að takast á við geðræna erfiðleika.