Háls og bakdeild Stykkishólmi
Háls- og bakdeild annast greiningu og meðferð háls- og bakvandamála og þjónustar allt landið. Deildin er rekin sem dagdeild og getur tekið við 13 sjúklingum hverju sinni.
Langflestir sjúklinganna koma fyrst á stofu sérfræðings, þar sem tekin er sjúkrasaga, gerð nákvæm skoðun og meðferðin skipulögð.
Á deildinni starfa, sjúkraþjálfarar, hjúkrunarfræðingur og aðrir starfsmenn. Deildin er í samstarfi við lækna hjá Corpus Medica um læknisfræðilega aðkomu að meðferðinni og deildinni.
Flestir dvelja að meðaltali 2 vikur (2 x 5 daga).
Eingöngu er tekið við sjúklingum eftir tilvísun.
Öll meðhöndlun er einstaklingsmiðuð.
Við innlögn á Háls- og bakdeild HVE Stykkishólmi:
Tilvísanir á Háls- og bakdeild - leiðbeiningar - v/hryggskekkju
Minnisblað f. Innlögn (einnig sent þeim sem hafa verið boðaðir í innlögn)
Fyrirspurnir um meðferð og beiðnir á háls- og bakdeild má senda á háls- og bakdeild HVE Stykkishólmi.