Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Farsældarráð Norðurlands vestra stofnað

2. desember 2025

Farsældarráð Norðurlands vestra var formlega stofnað síðastliðinn fimmtudag, 27. nóvember, við undirritun samstarfssamnings og samstarfsyfirlýsingar í Krúttinu á Blönduósi.

Með ráðinu hefst markvisst og samræmt samstarf sveitarfélaga og helstu stofnana sem veita þjónustu við börn og fjölskyldur á svæðinu. Ráðið verður vettvangur sameiginlegrar stefnumótunar í samræmi við lög nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Sveitarfélög og stofnanir sameina krafta sína

Sveitarfélögin Húnaþing vestra, Húnabyggð, Skagaströnd og Skagafjörður undirrituðu samning um sameiginlega ábyrgð á farsældarráðinu. Jafnframt var undirrituð samstarfsyfirlýsing með þjónustuaðilum og stofnunum á svæðinu, þar á meðal Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Lögregluembætti Norðurlands vestra, Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, svæðisstöðvum íþróttahéraða og kirkjunni á Norðurlandi vestra. Óstofnað ungmennaráð Norðurlands vestra mun einnig eiga fulltrúa í ráðinu.

HVE með fulltrúa við undirritun

Liljana Milenkoska, yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslunnar á Hvammstanga, undirritaði samstarfsyfirlýsinguna fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.

Fyrsti fundur á nýju ári

Farsældarráðið mun halda sinn fyrsta fund á nýju ári og hefja þá vinnu við gerð fjögurra ára aðgerðaáætlunar fyrir Norðurland vestra.