ISAC, faggildingarsvið Hugverkastofunnar, er hinn opinberi faggildingaraðili á Íslandi og hefur með höndum allar tegundir faggildinga, bæði þar sem er lagaleg krafa um faggildingu og á sviðum þar sem aðilum er í sjálfsvald sett að láta faggilda starfsemi sína. Faggilding er formleg viðurkenning þar til bærs stjórnvalds á því að aðili (svo sem vottunarstofa, skoðunarstofa) sé hæfur til að vinna tiltekin verkefni varðandi samræmismat (svo sem vottun gæðastjórnunarkerfa, skoðun ökutækja). Samræmismat er ferli sem sýnir fram á hvort sérstakar kröfur í tengslum við vöru, vinnslu, þjónustu, kerfi, einstaklinga eða stofnun hafa verið uppfylltar.
Fréttir
Opnunartími yfir jól og áramót
ISAC lokar á hádegi á Þorláksmessu og er lokað á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag.
Námskeið fyrir tæknilega úttektarmenn
Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við faggildingarúttektir.