Land og skógur er sameinuð stofnun Landgræðslunnar og Skógræktarinnar frá og með 1. janúar 2024. Hér verður nýr vefur stofnunarinnar byggður upp en á meðan er vísað á efni um landgræðslu og skógrækt á vefjum eldri stofnananna tveggja.
Fréttir
Ekki má bíða of lengi með gróðursetningu frystra skógarplantna
Nauðsynlegt er að horfa heildstætt á sambandið milli frameiðsluferla skógarplantna í gróðrarstöð og nýskógræktar til þess að hámarka árangur. Eftir því sem lengur er beðið með að gróðursetja frystar trjáplöntur að vori, því meiri líkur eru á að þær nái ekki að mynda nægjanlegt frostþol sama haust og verði fyrir skemmdum. Þetta er meðal rannsóknarniðurstaðna sem fjallað er um í ritrýndri grein sem birtist nýlega í vísindaritinu Forests. Aðalhöfundur greinarinnar er Rakel J. Jónsdóttir, skógfræðingur og doktorsnemi hjá Landi og skógi.
Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar
Í tillögum starfshóps umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um stöðu og tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar hér á landi er meðal annars fjallað um lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til að valkvæður markaður með slíkar einingar geti starfað eðlilega. Meðal tillagna hópsins er stefnumótun af hálfu ríkisins í þessum efnum, skattalegir hvatar og markaðstorg með kolefniseiningar.