Styrkir og leyfi
Land og skógur veitir styrki fyrir ýmsum kostnaði vegna skógræktar, landgræðslu og uppgræðslu lands.
Fréttir
Jólatré úr þjóðskógum
Sala jólatrjáa fer senn að ná hámarki fyrir jólin. Jólamarkaðurinn Jólakötturinn verður á Egilsstöðum um helgina, jólatré verða seld í Vaglaskógi á föstudag og laugardag og nú er seinni helgin fram undan með jólafjöri í Haukadalsskógi þar sem fólk getur komið og sagað sér jólatré. Þar var líf og fjör um síðustu helgi. Mikið hefur líka verið að gera í þjóðskógunum síðustu vikur við að sækja torgtré og heimilistré.
Færeyskir menntaskólanemar fá þjálfun í endurheimt vistkerfa
Iðunn Hauksdóttir, sérfræðingur hjá Landi og skógi, hélt nýverið erindi á ráðstefnu um eflingu náttúrunnar sem haldin var í menntaskólanum í Vestmanna í Færeyjum. Nemendur skólans hafa fengið fræðslu um endurheimt vistkerfa og tekið þátt í verkefnum við að græða land.