Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
21. mars 2025
Hvatningaverðlaun skógræktar 2025 verða veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga á alþjóðlegum degi skóga, 21. mars, og hefst athöfnin kl. 17.
18. mars 2025
Niðurstöður úthlutunar Lands og skógar á verkefnastyrkjum úr Landbótasjóði og Bændur græða landið fyrir árið 2025 hafa verið sendar út gegnum Ísland.is.
14. mars 2025
Fagráðstefna skógræktar 2025 fer fram á Hótel Hallormsstað dagana 26. og 27. mars. Þema fyrri dags ráðstefnunnar að þessu sinni verður leiðin frá ræktun skógarplöntu í gróðrarstöð þar til trén eru felld til timburnytja. Drög að dagskrá liggja nú fyrir
6. mars 2025
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kom ásamt fylgdarliði í Gunnarsholt fimmtudaginn 27. febrúar í formlega heimsókn til Lands og skógar. Þingmenn komu líka í heimsókn í kjördæmaviku.
5. mars 2025
Ýmsar vörur eru álitlegar til framleiðslu úr íslensku timbri. Spurn eftir timbri í heiminum fer vaxandi og nýtanlegt viðarmagn úr íslenskum skógum eykst mjög á komandi árum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem unnin var að frumkvæði Félags skógarbænda á Suðurlandi. Skýrslan er er afrakstur forvals á hugmyndum um nýtingu verðmæta úr íslenskum skógum.
4. mars 2025
Land og skógur óskar eftir að ráða í tvær stöður ráðgjafa með aðalstarfssvæði á Vesturlandi annars vegar og hins vegar á Austurlandi. Umsóknarfrestur er til 14. mars.
28. febrúar 2025
Hvatningarverðlaun skógræktar verða veitt öðru sinni á alþjóðlegum degi skóga 21. mars næstkomandi. Hægt er að kjósa um þrjár tilnefningar til verðlaunanna fram til 10. mars.
18. febrúar 2025
Drög að aðferðafræði við vottun gæðakolefniseininga fyrir endurheimt votlendis hafa nú verið birt í samráðsgátt loftslagsskrárinnar International Carbon Registry (ICR). Þar með styttist í að aðferðafræðin geti hlotið faggildingu og hægt verði að fara í verkefni til að endurheimta votlendi sem gefa af sér vottaðar kolefniseiningar í samræmi við strangar gæðakröfur.
11. febrúar 2025
Ellefta febrúar er athygli heimsins beint að konum og stúlkum í vísindum. Land og skógur fagnar deginum með því að vekja athygli á starfi vísindakvenna innan sinna raða.
10. febrúar 2025
Land og skógur auglýsir eftir nýjum þátttakendum í verkefninu Bændur græða landið. Til að tryggja þátttöku fyrir sumarið 2025 þarf að sækja um fyrir 25. febrúar en annars er opið fyrir umsóknir allt árið.