Land og skógur leitar að öflugu starfsfólki til að vinna að uppbyggingu og vernd gróðurauðlinda á Íslandi með landgræðslu, nýskógrækt og friðun skóga til að efla hagrænan, umhverfislegan og samfélagslegan ávinning af sjálfbærri landnýtingu. Nú leitum við að sérfræðingi sem vinnur með landfræðileg gögn og gagnagrunna, auk landfræðilegra greininga. Umsóknarfrestur er til og með 28. október.