Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
12. júní 2025
Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrá um sérstæða eða vistfræðilega mikilvæga birkiskóga á Íslandi og leifar þeirra. Skógana má skoða í sérstakri vefsjá stofnunarinnar.
11. júní 2025
Land og skógur fékk góða heimsókn nýverið þegar hópur ungra búfræðinema frá Írlandi tók til hendinni við uppgræðslustörf í Hítardal.
3. júní 2025
Dreifing skógarplantna til skógarbænda um allt land stendur nú sem hæst en þó er uppihald þessa viku vegna norðanáhlaupsins sem gengur yfir landið. Nýverið var tekið í notkun nýtt útisvæði í dreifingarstöðinni að Krithóli í Skagafirði.
28. maí 2025
Landgræðsluaðgerðir á Geitasandi felast meðal annars í því að koma af stað framvindu birkis með gróðursetningu. Nýverið var borið á stóra birkigróðursetningu frá síðasta ári. Vel er fylgst með framvindunni.
22. maí 2025
Ört vaxandi landhnignun leiðir til þess að við erum að tapa jarðvegi hratt, gæðum og líffræðilegri fjölbreytni hans, með verulegum neikvæðum afleiðingum fyrir heilsu manna um allan heim. Takast þarf á við allar þrjár meginógnirnar sem að okkur steðja í umhverfsmálum til að mannkyn geti átt framtíð á jörðinni.
16. maí 2025
Tjaldsvæðin í og við þjóðskóga landsins eru nú að opnast eitt af öðru. Opið verður um helgina í Selskógi Skorradal, við Reykjarhól í Varmahlíð Skagafirði, í Ásbyrgi, Hallormsstaðaskógi og Þjórsárdal. Í Vaglaskógi er reiknað með að opna 23. maí.
8. maí 2025
Birki í brennidepli við endurheimt skóga er viðfangsefni árlegrar ráðstefnu skógasviðs norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar NordGen sem haldin verður á Hellu 17.-18. september. Dagskrá ráðstefnunnar hefur nú verið auglýst og skráning stendur yfir.
29. apríl 2025
Land og skógur auglýsir eftir tilboðum í rekstur gamalgróins tjaldsvæðis í Sandártungu í Þjórsárdal. Frestur til að skila tilboðum er til 8. maí.
23. apríl 2025
Uppgræðslu Tunguheiðar á Biskupstungnaafrétti lauk formlega fyrsta apríl þegar Land og skógur skilaði landinu aftur til eigenda sinna eftir ríflega aldarfjórðungs uppgræðslustarf. Í minnisblaði sem gefið var út í tilefni af afhendingunni eru tíundaðar helstu aðgerðir á svæðinu og árangurinn af þeim.
15. apríl 2025
Fyrsta heildarúttektin á vistkerfi skóga í Reykjavík er kynnt í nýrri grein í tímaritinu Arboricultural Journal. Þar kemur í ljós að lítill skógur er í Reykjavík miðað við flestar evrópskar borgir. Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst til að þróa trjáverndarstefnu fyrir íslenskt þéttbýli og alhliða aðferðir til ræktunar og umhirðu trjáa í borg og bæ.