Námsstyrkir til verkefna sem snerta trjáfræ, trjáplöntuframleiðslu, endurnýjun skógar eða trjákynbætur
Nemendur og starfandi sérfræðingar í skógvísindum sem vinna að verkefnum sem snerta fræ eða framleiðslu skógarplantna, aðferðir til endurnýjunar skógar eða kynbætur á trjátegundum eiga nú kost á að sækja um styrki sem SNS, Norrænar skógrannsóknir, og NordGen Forest, skógarsvið Norrænu erfðavísindastofnunarinnar veita í sameiningu. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.