Fara beint í efnið
Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Um Land og skóg

Hlutverk

Land og skógur er þekkingarstofnun á sviði gróður- og jarðvegsauðlinda og gegnir mikilvægu rannsókna-, eftirlits-, og fræðsluhlutverki við að vernda, endurheimta og bæta þessar auðlindir Íslands og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra. Meginmarkmið stofnunarinnar eru þannig að bæta gróður- og jarðvegsauðlindir þjóðarinnar, nýta land af sjálfbærni, vakta og hafa yfirsýn, stuðla að bindingu kolefnis og virkja og fræða almenning og hagsmunaaðila um gróður- og jarðvegsvernd, sjálfbæra nýtingu lands, uppbyggingu og endurheimt vistkerfa, skóga og skógrækt.

Starfsemin byggist á margvíslegu innlendu og alþjóðlegu samstarfi við rannsóknastofnanir og háskóla og hefur víðtæk tengsl við ýmsar stefnur, áætlanir og alþjóðlegar skuldbindingar þjóðarinnar. Stofnunin starfar í samræmi við hina opinberu stefnu og framtíðarsýn í landgræðslu og skógrækt - Land og líf, landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt. Stofnunin rekur starfstöðvar vítt og breitt um landið og hefur umsjón með þjóðskógum, löndum og landgræðslusvæðum.

Sérlög þau sem um stofnunina gilda eru: Lög nr. 66/2023 um Land og skóg. Lög nr. 155/2018 um landgræðslu og lög nr. 33/2019 um skóga og skógrækt.

Stofnunin heyrir undir matvælaráðuneytið.

Gildi

Gildi Lands og skógar eru:

  • Þekking – Allt starf Lands og skógar er byggt á gagnreyndri þekkingu sem er sífellt endurskoðuð og rannsökuð.

  • Samvinna – Án víðtækrar samvinnu við innlenda og erlenda haghafa næst ekki árangur. Því leggur Land og skógur mikla áherslu á jákvætt og faglegt samstarf bæði innan stofnunar sem utan.

  • Traust – Í krafti þekkingar og samvinnu byggir Land og skógur upp traust á starfsemi sinni sem er forsenda framfara.

Framtíðarsýn

Land og skógur er þekkt innan lands sem utan sem traust þekkingarstofnun. Hún hefur náð framúrskarandi árangri við að bæta gróður og jarðvegsauðlindir þjóðarinnar og stuðlar að sjálfbærri nýtingu þeirra.

Nánar um hlutverk og markmið

Land og skógur framkvæmir lög um Land og skóg, lög um landgræðslu og lög um skóga og skógrækt og vinnur samkvæmt landsáætluninni Landi og lífi. Meginviðfangsefni stofnunarinnar eru gróður- og jarðvegsauðlindir Íslands þar sem lögð er áhersla á:

  • Heil og fjölbreytt vistkerfi.

  • Náttúrumiðaðar lausnir.

  • Sjálfbæra landnýtingu.

  • Þekkingu, samstarf og lýðheilsu.

  • Jákvæða byggðaþróun.

Stofnunin veitir ráðherra aðstoð og ráðgjöf og sinnir öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin með lögum, reglugerðum eða ákvörðun ráðherra.

Samkvæmt lögum er hlutverk Lands og skógar nánar tiltekið að:

Skipulag Lands og skógar

(frá og með 1. janúar 2024)

Land og skógur vinnur eftir fléttuskipulagi þar sem stoðsvið ganga þvert á fagsviðin. Hverju sviði stýrir sviðstjóri og hlutverk forstjóra er forysta, samræming og yfirsýn. Sviðstjórar mynda framkvæmdaráð ásamt forstjóra. Framkvæmdaráð hefur með höndum yfirstjórn stofnunarinnar og fundar reglulega. Að jafnaði sitja einnig fundi framkvæmdaráðs staðgengill forstjóra, mannauðsstjóri og kynningarstjóri. Þátttaka mannauðsstjóra og kynningarstjóra í fundum framkvæmdaráðs undirstrikar áherslu stofnunarinnar á gildi árangursríkra og stefnumiðaðra mannauðsmála og virkrar upplýsingagjafar til starfsfólks og samfélags.

Skipurit - bráðabirgðaútlit

Stoðþjónusta

Stoðþjónustusviðin eru tvö, Gögn, miðlun og nýsköpun og Fjármál og þjónustumiðstöð. Þau styðja ásamt Skrifstofu forstjóra við fagsviðin sem eru fimm talsins.

Fagsvið

Fagsviðin eru fimm talsins:

Verkstýrð verkefni ganga þvert á svið stofnunarinnar og mikil áhersla er lögð á að tryggja samhæfingu og samstarf á milli sviða eins og heppilegast þykir til árangurs.

Áherslur í starfi 2024-2026

  • Land og líf – aðgerðaáætlun í landgræðslu og skógrækt 2022-2026.

  • Rekstur stofnunarinnar.

  • Verkefni innan og milli sviða.

  • Hagaðilar.

  • Innlent og erlent samstarf.

  • Megináherslur.

  • Undiráherslur.

  • Aðgerðir – mælikvarðar – markmið.

  • Staða nú – staða eftir 2 ár (og 8 ár eftir atvikum).

  • Megináherslur út frá lögum.

  • Bæta auðlindir þjóðarinnar.

  • Nýta land af sjálfbærni.

  • Vakta og hafa yfirsýn.

  • Draga úr losun og binda kolefni.

  • Virkja almenning og fræða.

Aðgerðaáætlun skv. Landi og lífi

Aðgerð – lýsing – ábyrgð – samstarfsaðilar – tímarammi – árangursvísar – fjármögnun

Alls eru 27 aðgerðir í Landi og lífi þar af 22 á ábyrgð Lands og skógar

Megináherslur í rekstri stofnunarinnar

Grunnforsendur:

  • Byggjum á öllu því góða sem Landgræðslan og Skógræktin hafa staðið fyrir

  • Höfum glögga yfirsýn og byggjum starf okkar á traustri þekkingu.

  • vísindalegum grunni og því sem best hefur reynst í vinnubrögðum.

  • Setjum okkur mælanleg markmið og vinnum í átt að þeim.

  • Byggjum upp eftirsóknarverðan vinnustað sem styður við starfsfólk – hvetur og eflir – og stuðlar að góðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

  • Leitum eftir samstarfi innan lands sem utan til að auka slagkraft okkar og bæta við þekkingu.

  • Ætlum að vanda okkur, nýta styrkleika okkar og ná framúrskarandi árangri.

Setjum 5 megináherslur í starfi Lands og skógar til viðbótar við það sem lög segja:

  • Tryggja samhæfingu sviða og skilvirkni starfseminnar.

  • Tryggja skilvirka nýtingu innviða.

  • Sækja fram á sviði rannsókna, vöktunar, þróunar og vísindasamstarfs.

  • Efla mannauð og liðsheild.

  • Tryggja traust og gott orðspor.

  • Mælanleg markmið og árangursvísar.

Gert er ráð fyrir að taka stefnu og skipulag Lands og skógar til endurskoðunar fyrir lok árs 2026 eða fyrr ef ástæða þykir til.

Land og skógur

Hafðu samband

Netfang: landogskogur@landogskogur.is
Símanúmer: 470 2000
Símanúmer: 488 3000

Aðalskrif­stofa

Kennitala: 671123-0850