Sumarstörf hjá Landi og skógi
20. janúar 2026
Óskað er eftir starfsfólki í fullt starf í sumar við rannsóknir og vöktun á vegum Lands og skógar. Störfunum getur fylgt mikil útivera vítt og breitt um landið en einkum er gert ráð fyrir að ráða fólk til starfstöðva á Norðurlandi, Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar.

Vöktunarreitir Lands og skógar 2024
Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoð við rannsóknir og vöktun.
Vinna við vistfræðirannsóknir.
Vettvangsvinna við vöktun á ástandi lands, rannsóknum á þurrlendi, votlendi og skóglendi.
Starfinu geta fylgt talsverð ferðalög víða um land með mikilli útivinnu, löngum vinnudögum og fjarveru frá starfstöð. Meðal annars er gert ráð fyrir að ráða fólk með starfstöð á Norðurlandi, Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.
Hæfniskröfur
Stundvísi, ábyrgð og þjónustulund eru skilyrði.
Bílpróf á beinskiptan bíl er æskilegt og reynsla af akstri breyttra bíla við erfiðar aðstæður kostur.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið í það minnsta fyrsta ári í háskólanámi á sviði náttúruvísinda eða skyldra greina. Bakgrunnur í plöntugreiningu, jarðvegsfræði og skógfræði er kostur.
Hæfni til að vinna í hópi og undir álagi er skilyrði.
Reynsla af útivist er kostur.
Frekari upplýsingar um starfið
Ítarlegri upplýsingar og umsóknarform er að finna á Starfatorgi.
Fyrirspurnir skulu sendar í netfangið sumarstorf@landogskogur.is
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2026
