Hljóðbókasafn Íslands gerir efni aðgengilegt og miðlar því til fólks sem glímir við blindu, sjónskerðingu, lesblindu eða aðra prentleturshömlun. Markmið laga um safnið er að uppfylla réttindi þessara hópa fyrir hönd íslenska ríkisins.
Kynning á Hljóðbókasafni Íslands
Hljóðbókasafn Íslands gefur öllum sem búa við sjónskerðingu eða lestrarörðugleika tækifæri til að njóta bóka og stunda nám.
Hvernig hlusta ég?
App sem þú getur náð í á Play Store fyrir Android eða App Store fyrir Apple síma og spjaldtölvur.
Hlustað á vefnum okkar.
Vefvarp Blindrafélagsins sem þarf sérstakan aðgang og tæki til að nota.
Fréttir
Hljóðbókasafn Íslands fær hvatningarverðlaun ADHD
Hljóðbókasafn Íslands hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna í ár fyrir ómetanlega þjónustu til handa börnum og fullorðnum með ADHD sem erfitt eiga með að nýta sér prentað mál. Verðlaunin voru afhent á málþinginu Konur - vitund og valdefling sem haldið var í Jötunheimum, sal Skátafélagsins Vífils í Garðabæ.
Hlaupastyrkur í Reykjavíkurmaraþoni
Í ár verður í fyrsta skipti hægt að heita á Hljóðbókasafn Íslands í Reykjavíkurmaraþoninu.