Nýtt app Hljóðbókasafns Íslands komið út
7. júlí 2025
Náðu þér í nýja appið okkar fyrir Android og Apple!

Hljóðbókasafn Íslands hefur gefið út nýja útgáfu af appi. Nýja appið býður upp á mun betri notendaupplifun og er sérstaklega hannað með aðgengi og þægindi í huga.
Í nýja appinu er möguleiki á að nota rafræn skilríki sem lengi hefur verið stefnt að. Viðmótið hefur einnig verið endurhannað til að gera það bæði aðgengilegra og notendavænna, þannig að auðveldara sé að leita að bókum.

