Spurningar og svör
Allir umsækjendur þurfa ásamt umsókn að skila inn undirrituðu vottorði frá fagaðila um að greining liggi fyrir, þar sem kemur skýrt fram ástæða þess að umsækjandi geti ekki nýtt sér prentað letur.
Árgjald safnsins er 2.500 krónur en frítt er fyrir börn undir 18 ára. Krafa er stofnuð í heimabanka lánþega þegar hann hefur verið skráður. Aðgangur er opnaður þegar krafa hefur verið greidd.
Þeir sem ekki hafa heimabanka geta fengið sendan gíróseðil.
Til þess að fá aðgang hjá okkur þarf að skila inn vottorði og umsókn. Sjá Aðgangur | Hljóðbókasafn Íslands
Flestir nota app sem finna má á Play Store eða App Store.
Mörgum finnst betra að nota vefspilarann á vefnum okkar.
Vefvarp Blindrafélagsins hentar þeim sem eru blindir eða mikið sjónskertir.
Hægt er að fá geisladiska sé þess óskað sérstaklega.
Hægt er að óska eftir nýju lykilorði með því að fara í gleymt lykilorð á vefsíðu eða senda tölvupóst á hbs@hbs.is
Lesarar safnsins hafa fjölbreyttan bakgrunn og eru á ólíkum aldri enda þarf fjölbreyttan hóp til að koma ólíku efni til skila. Þau sem hafa áhuga á að spreyta sig sem hljóðbókalesarar geta haft samband við hljóðver og óskað eftir að koma í prufu.
Netfang hljóðvera er framleidsla@hbs.is
Til að segja upp áskrift þarf að senda tölvupóst á hbs@hbs.is eða hringja í 545 4900
Allir lánþegar geta fengið talgervil Blindrafélagsins sér að kostnaðarlausu. Senda þarf tölvupóst á hbs@hbs.is eða hringja í 545 4900
Hljóðbókasafns Íslands hefur gert samkomulag við hljóðbókasöfn allra Norðurlandanna. Því geta lánþegar fengið efni á þessum söfnum lánað í gegnum Hljóðbókasafn Íslands. https://hbs.is/leidbeiningar/millisafnalan-nordurlanda
Hægt er að breyta netfangi í Mínar stillingar á vef safnsins hbs.is eða senda tölvupóst á hbs@hbs.is
Nei, aðgangur að safninu er aðeins ætlaður skráðum lánþega.
Hljóðbókasafn Íslands er aðgengissafn fyrir blinda, sjónskerta, lesblinda eða þau sem eiga erfitt með prentað letur. Safnið hét áður Blindrabókasafn Íslands.