Fara beint í efnið
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

Aðgangur

Hljóðbókasafn Íslands þjónar eingöngu þeim sem glíma við lestrarörðugleika. Ástæður geta verið blinda, sjónskerðing, lesblinda eða annað sem hamlar lestri.

Skilyrði

Skila þarf inn umsóknareyðublaði ásamt undirrituðu vottorði af fagaðila. Á vottorðinu skal koma skýrt fram að umsækjandi geti ekki nýtt sér prentað letur og ástæða þess.

Eingöngu skal skila inn vottorði en ekki greiningunni sjálfri.

Gjöld

Árgjald safnsins er:

  • 2.500 krónur fyrir fullorðna

  • Frítt fyrir börn undir 18 ára aldri

Krafa er stofnuð í heimabanka lánþega þegar hann hefur verið skráður. Aðgangur er opnaður þegar krafa hefur verið greidd.

Umsóknarferli

Rafrænt

Hægt er að sækja um með rafrænum skilríkjum og jafngildir það undirskrift. Rafræn umsókn barns yngra en 18 ára fer fram í gegnum forsjáraðila. Þegar skráður forsjáraðili sækir um með rafrænum hætti velur hann kennitölu þess barns sem hann er að sækja um fyrir.

Umsókn um aðgang að Hljóðbókasafni Íslands

Á pappír

Einnig er hægt að sækja um á pappír. Umsókn skal undirrituð og henni skilað til safnsins. Ef umsækjandi er yngri en 18 ára þarf undirskrift forsjáraðila

Umsókn og vottorði skal skila saman í tölvupósti til hbs@hbs.is eða með almennum pósti á:

Hljóðbókasafn Íslands
Útlánadeild
Digranesvegi 5
200 Kópavogi

Hægt er að óska eftir því að fá eyðublaðið útprentað og heimsent í gegnum hbs@hbs.is

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur