Fara beint í efnið
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

Bókakostur

Safnið býr yfir góðum safnkosti sem í heildina telur um 13.000 titla. Á hverju ári bætast við um 4-500 hljóðbækur sem ýmist eru lesnar inn á safninu, keyptar sem hljóðbækur af útgefendum eða fengnar með millisafnalánum. Hægt er að leita eftir bókum hér á vefnum en einnig aðstoða starfsmenn safnsins við leit og val á bókum. Þá er hægt að senda inn óskir og ábendingar um val á bókum til innlesturs. Hljóðbókum með texta fer fjölgandi og er lagt kapp á að gera enn betur í þeim efnum.

Hljóðbókasafn Íslands stuðlar með starfsemi sinni og góðum aðgengilegum bókakosti að auknu læsi og bættu aðgengi að bókmenntum og tekur þannig meðal annars þátt í að uppfylla fyrir hönd íslenska ríkisins ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra og jafnt aðgengi til náms. Safnið gegnir því bæði mikilvægu félagslegu og menningarlegu hlutverki ásamt því að greiða leið prentleturshamlaðra að prentuðu lesmáli.

Safnið er í samstarfi við Norðurlöndin um millisafnalán og einnig hafa enskar bækur verið keyptar af RNIB í Bretlandi. Safnið á nú um 3.500 titla af öllu tagi á ensku og um 400 bækur á Norðurlandamálum. Hægt er að leita til dæmis í enskum bókum sérstaklega með því að haka við „enska“ sem tungumál í hljóðbókaleit. Innleiðing Marakess sáttmálans hefur greitt götu þess að hægt sé að fá hljóðbækur lánaðar þvert á landamæri en hann gekk í gildi á Íslandi árið 2021.

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur