Fara beint í efnið
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

Hljóðver og innlestur

Hljóðbókasafnið framleiðir hljóðbækur með eða án texta. Í hljóðveri safnsins eru lesnar inn bækur allan ársins hring í fjórum upptökuklefum. Bækurnar eru undirbúnar af starfsmönnum safnsins og þegar lestri hljóðbókar er lokið fara þeir yfir lesturinn og ganga frá til dreifingar.

Lánþegar geta svo nálgast efnið í streymi gegnum app eða heimasíðu eða hlaðið því niður. Margir lánþegar nýta sér kostinn Vefvarp sem er lausn sem Blindrafélagið rekur. Enn er lítill hluti lánþega sem ekki nýtir sér þessa kosti og fær sent efni á geisladiskum.

Undirbúningur, upptökur og innlestur hljóðbóka

Hljóðbókasafn Íslands er eina bókasafnið á landinu sem framleiðir sjálft megnið af safnkosti sínum. Lesið er allan ársins hring og þannig bætast 200-300 titlar við hljóðbókakostinn á hverju ári, þar af er nokkur fjöldi námsbóka. Hljóðbókaútgáfa á almennum markaði hefur verið að aukast síðastliðin ár sem gefur safninu nýja möguleika til að afla efnis víðar.

Innlestur hljóðbókanna er launuð vinna og gegnum tíðina hafa hundruð hljóðbókalesara ljáð safninu raddir sínar. Lesararnir koma úr öllum stéttum og aldurshópum, enda þarf fjölbreyttan hóp til að koma fjölbreyttu efni til skila. Þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig sem hljóðbókalesarar geta haft samband við hljóðver og óskað eftir að koma í prufu.

Netfang hljóðvera er framleidsla@hbs.is

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur