Samningar og lög
Hljóðbókasafn Íslands var stofnað árið 1982, þá nefnt Blindrabókasafn Íslands. Hljóðbókasafn Íslands starfar eftir reglugerð um safnið frá árinu 2013, bókasafnalögum nr. 150/2012 og höfundalögum nr. 73/1972. Stofnunin er viðurkennd eining í skilningi 3. töluliðar 19. gr. a höfundalaga og er heimilt skv. 2. mgr. 19. gr. c höfundalaga að nota verk og annað efni sem nýtur verndar skv. höfundalögum á þann hátt sem þar greinir.
Hljóðbókasafnið gerir samning við Rithöfundasamband Ísland um rétt til að gera ritverk og annað lesefni aðgengilegt og dreifa til notenda sinna á grundvelli heimildar í höfundalögum. Þá gerir safnið tvo samninga við Myndhöfundasjóð Íslands (Myndstef) um notkun á myndskreytingum í bókum og birtingu á bókakápum á vef.