Þjóðskjalasafn er skjalasafn allrar þjóðarinnar og hefur almenningur aðgang að safninu, bæði á vef þess og á lestrarsal. Þjóðskjalasafn varðveitir stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á.


Fréttir og tilkynningar
Lokað á lestrarsal í dag vegna veðurs
Lokað verður í dag, fimmtudag 6. febrúar, á lestrarsal Þjóðskjalasafns vegna veðurs og tilmæla aðgerðastjórnar höfuðborgarsvæðisins um að fólk haldi sig heima á meðan veður gengur yfir.
Andóf og pönk á Safnanótt
Hvernig birtist pönk og andóf í íslensku samfélagi, hvað er pönk og hvenær eru aðgerðir skilgreindar sem andóf? Andóf og pönk er umfjöllunarefni Þjóðskjalasafns Íslands á Safnanótt þann 7. febrúar næstkomandi.