Þjóðskjalasafn er skjalasafn allrar þjóðarinnar og hefur almenningur aðgang að safninu, bæði á vef þess og á lestrarsal. Þjóðskjalasafn varðveitir stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á.
Fréttir og tilkynningar
Anna Agnarsdóttir lætur af formennsku stjórnarnefndar Þjóðskjalasafns Íslands
Stjórnarnefndarfundur Þjóðskjalasafns var haldinn í síðustu viku, hinn þriðji á árinu. Það var síðasti fundur núverandi formanns stjórnar, Önnu Agnarsdóttur. Henni voru færð blóm í lok fundar og þakkað fyrir vel unnin störf síðastliðin átta ár, en það er hámarksseta fulltrúa í stjórnarnefnd.
Fræðsluheimsókn starfsfólks héraðsskjalasafna í Þjóðskjalasafn
Dagana 12.-15. nóvember síðastliðinn tók Þjóðskjalasafn á móti starfsfólki nokkurra héraðsskjalasafna í fræðsluheimsókn.