Þjóðskjalasafn er skjalasafn allrar þjóðarinnar og hefur almenningur aðgang að safninu, bæði á vef þess og á lestrarsal. Þjóðskjalasafn varðveitir stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á.


Fréttir og tilkynningar
Norrænir skjaladagar 2025 – Skráning er hafin
Skráning er hafin á ráðstefnuna Norræna skjaladaga 2025 sem fram fara í Ósló í Noregi dagana 16.-17. september næstkomandi. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um skjalamál og skráning stendur yfir þangað til uppselt verður á ráðstefnuna. Sérstakt snemmskráningargjald er í boði til og með 17. mars.
Viltu vinna með okkur?
Þjóðskjalasafn Íslands leitar að nýjum sviðsstjóra rekstrarskrifstofu. Um er ræða spennandi stjórnunarstarf hjá öflugri menningar- og stjórnsýslustofnun sem varðveitir heimildir um sögu þjóðarinnar og leiðir skjalavörslu og skjalastjórn hins opinbera.