Þjóðskjalasafn er skjalasafn allrar þjóðarinnar og hefur almenningur aðgang að safninu, bæði á vef þess og á lestrarsal. Þjóðskjalasafn varðveitir stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á.
Fréttir og tilkynningar
Gagnagrunnar í sögulegum rannsóknum og miðlun. Opin ráðstefna í Þjóðskjalasafni fimmtudaginn 14. nóvember kl. 13:00-16:00
Umfjöllunarefni Rannsóknadags Þjóðskjalasafns Íslands 2024 er gagnagrunnar og tækifærin sem þeir gefa til rannsókna.
Óbyggðanefnd úrskurðar um síðustu svæðin á meginlandi Íslands
Uppkvaðning úrskurða í málum á Austfjörðum (svæði 11) fór fram 5. nóvember og hefur óbyggðanefnd þá lokið umfjöllun um sextán af sautján svæðum sem landinu var skipt í og málsmeðferð á meginlandinu er lokið. Síðasta svæðið sem fjallað er um eru eyjar og sker umhverfis landið og stendur sú vinna nú yfir.