Þjóðskjalasafn er skjalasafn allrar þjóðarinnar og hefur almenningur aðgang að safninu, bæði á vef þess og á lestrarsal. Þjóðskjalasafn varðveitir stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á.
Fréttir og tilkynningar
Jóladagatal Þjóðskjalasafns 2024 - Jólaskjalatal
Nú fyrir þessi jól stendur Þjóðskjalasafn að jóladagatali, nokkurs konar jólaskjalatali, þar sem kynnt eru sýnishorn úr safnkostinum til fróðleiks og skemmtunar á aðventunni. Þau vísa ýmist til atriða tengdum jólunum eða ákveðinna viðburða sem hafa átt sér stað í desember.
Þjóðskjalasafn fær styrk fyrir kostnaði vegna starfs á landsbyggðinni
Byggðastofnun veitir styrki vegna óstaðbundinna starfa á landsbyggðinni og nýlega hlaut Þjóðskjalasafn styrk fyrir kostnaði vegna aðstöðu skjalavarðar á Neskaupstað.