Þjóðskjalasafn er skjalasafn allrar þjóðarinnar og hefur almenningur aðgang að safninu, bæði á vef þess og á lestrarsal. Þjóðskjalasafn varðveitir stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á.


Fréttir og tilkynningar
Skáksambandið afhendir Þjóðskjalasafni gögn sín til varðveislu
Í tilefni af 100 ára afmæli Skáksambands Íslands hefur verið ákveðið að afhenda Þjóðskjalasafni Íslands eldri gögn Skáksambandsins til varðveislu.
Hvað viltu vita um einkaskjöl? Opið hús á Þjóðskjalasafni Íslands
Þjóðskjalasafn Íslands býður almenning hjartanlega velkominn á opið hús föstudaginn 6. júní kl. 10-12 þar sem áherslan verður á einkaskjalasöfn – skjalasöfn einstaklinga, fjölskyldna, félagasamtaka og fyrirtækja sem geyma ómetanlegar heimildir um líf og samfélag Íslendinga í gegnum tíðina.