Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
4. desember 2024
Byggðastofnun veitir styrki vegna óstaðbundinna starfa á landsbyggðinni og nýlega hlaut Þjóðskjalasafn styrk fyrir kostnaði vegna aðstöðu skjalavarðar á Neskaupstað.
3. desember 2024
Nýlega var undirritaður samningur um afhendingu á skjalasafni STEFs, hagsmunasamtaka tón- og textahöfunda á Íslandi.
28. nóvember 2024
Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins sem fram fór í febrúar á þessu ári.
26. nóvember 2024
Vegna viðhalds má búast við truflunum á vefjum Þjóðskjalasafns að morgni miðvikudagsins 27. nóvember. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kanna að hafa í för með sér.
25. nóvember 2024
Húsfyllir var á Rannsóknadegi Þjóðskjalasafns þann 14. nóvember þegar gagnagrunnar í sögulegum rannsóknum og miðlun voru ræddir. Rúmlega 70 gestir sóttu ráðstefnuna og pallborðsumræður sem voru að loknum erindum framsögufólks.
Þjóðskjalavörður hefur sent út tilmæli til afhendingarskyldra aðila um að hætta útprentun á pappír á þeim gögnum sem eiga uppruna sinn á rafrænu formi. Tilefnið eru breytingar sem gerðar voru á 15. gr. laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 síðastliðið sumar, sem fjalla um afhendingu afhendingarskyldra skjala og upplýsingarétt.
8. nóvember 2024
Umfjöllunarefni Rannsóknadags Þjóðskjalasafns Íslands 2024 er gagnagrunnar og tækifærin sem þeir gefa til rannsókna.
7. nóvember 2024
Uppkvaðning úrskurða í málum á Austfjörðum (svæði 11) fór fram 5. nóvember og hefur óbyggðanefnd þá lokið umfjöllun um sextán af sautján svæðum sem landinu var skipt í og málsmeðferð á meginlandinu er lokið. Síðasta svæðið sem fjallað er um eru eyjar og sker umhverfis landið og stendur sú vinna nú yfir.
5. nóvember 2024
Aðalfundur Hollvinasamtaka Þjóðskjalasafns Íslands var haldinn í húsakynnum safnsins miðvikudaginn 30. október síðastliðinn. Skýrsla starfsársins var kynnt og kjöri stjórnar lýst. Að loknum aðalfundarstörfum kynnti fagstjóri upplýsingaþjónustu Þjóðskjalasafns starfsemi einingarinnar.
30. október 2024
Opinber skjalasöfn, Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin, héldu sinn árlega fund í Þjóðskjalasafni Íslands 25. október síðastliðinn. Á þessum árlegu fundum eru rædd sameiginleg mál opinberra skjalasafna og samstarfsverkefni.