Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
8. nóvember 2024
Umfjöllunarefni Rannsóknadags Þjóðskjalasafns Íslands 2024 er gagnagrunnar og tækifærin sem þeir gefa til rannsókna.
7. nóvember 2024
Uppkvaðning úrskurða í málum á Austfjörðum (svæði 11) fór fram 5. nóvember og hefur óbyggðanefnd þá lokið umfjöllun um sextán af sautján svæðum sem landinu var skipt í og málsmeðferð á meginlandinu er lokið. Síðasta svæðið sem fjallað er um eru eyjar og sker umhverfis landið og stendur sú vinna nú yfir.
5. nóvember 2024
Aðalfundur Hollvinasamtaka Þjóðskjalasafns Íslands var haldinn í húsakynnum safnsins miðvikudaginn 30. október síðastliðinn. Skýrsla starfsársins var kynnt og kjöri stjórnar lýst. Að loknum aðalfundarstörfum kynnti fagstjóri upplýsingaþjónustu Þjóðskjalasafns starfsemi einingarinnar.
30. október 2024
Opinber skjalasöfn, Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin, héldu sinn árlega fund í Þjóðskjalasafni Íslands 25. október síðastliðinn. Á þessum árlegu fundum eru rædd sameiginleg mál opinberra skjalasafna og samstarfsverkefni.
25. október 2024
Í tæknisamfélagi nútímans er mikilvægi gagnagrunna sífellt að aukast. Gagnagrunnar nýtast í markvissri greiningu, úrvinnslu og birtingu rannsókna. Umfjöllunarefni Rannsóknadags Þjóðskjalasafns Íslands 2024 er gagnagrunnar og tækifærin sem þeir gefa til rannsókna og miðlunar.
11. október 2024
Boðað er til aðalfundar Hollvinasamtaka Þjóðskjalasafns Íslands miðvikudaginn 30. október kl. 16:00 í fundarsal Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162, 3. hæð.
9. október 2024
Nýtt skipurit tók gildi á Þjóðskjalasafni þann 1. október síðastliðinn. Breytingar voru gerðar á sviðum safnsins til að þess að styrkja starfsemina.
8. október 2024
„Upplýsingaöryggi í skjalavörslu og skjalastjórn - er eitthvað að varast?“ var yfirskrift Vorráðstefnu Þjóðskjalasafns Íslands 2024 en nú hafa allir fyrirlestrar ráðstefnunnar verið birtir á YouTube-rás Þjóðskjalasafns.
24. september 2024
Úfgáfu fjórða bindis dóma og skjala Yfirréttarins á Íslandi verður fagnað á Lagadaginn 2024 sem haldinn er föstudaginn 27. september á Hilton Reykjavík Nordica.
11. september 2024
Einu sinni á ári funda Norrænir ríkisskjalaverðir ásamt yfirstjórnendum og taka fyrir ákveðin viðfangsefni. Í ár var áherslan á öryggismál í víðum skilningi.