Nýr vefur Þjóðskjalasafns Íslands um jarðir og fasteignir var opnaður á 143 ára afmæli safnsins. Vefurinn inniheldur frumheimildir um landamerki, fasteignamat, jarðamat og túnakort. Gögnin hafa mörg verið birt áður á eldri vef safnsins en ekki með því aðgengi sem hér er boðið.