Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Skákmót í Þjóðskjalasafni

26. janúar 2026

Hraðskákmót Þjóðskjalasafns Íslands og Skáksambands Íslands fór fram í lestrarsal Þjóðskjalasafns þann 23. janúar síðastliðinn.

Um boðsmót var að ræða en tilefni þess var einkum afhending Skáksambandsins á frumgögnum sínum til varanlegrar varðveislu í Þjóðskjalasafn. Alls tóku 16 keppendur á öllum aldri þátt í mótinu. Yngsti keppandinn verður níu ára síðar á árinu en sá elsti er á 93. aldursári. Tefldar voru fimm umferðir og var keppnin bæði hörð og skemmtileg.

Gauti Páll Jónsson bar sigur úr býtum með 4½ vinning. Í öðru sæti hafnaði Örvar Hólm Brynjarsson með 4 vinninga og í þriðja sæti varð Ögmundur Kristinsson með 3½ vinning. Ítarlegri upplýsingar um mótið má sjá hér. Mótsstjórn var í höndum Björns Ívars Karlssonar, skólastjóra skákskólans.

Meðan á mótinu stóð voru ýmis gögn úr safni Skáksambandsins til sýnis og verður hluti þeirra áfram til sýnis í sýningarskápum við lestrarsalinn. Gert er ráð fyrir að skráningu og frágangi skjalasafns Skáksambandsins verði lokið síðar á þessu ári.