Öll heil heim
Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu. Hlutverk þess er að stuðla að því að öll komi heil heim úr vinnu starfsævina á enda. Kjarnastarfsemin lítur að vettvangsathugunum, stafrænum samskiptum og eftirliti með vinnuvélum og tækjum

Tökum höndum saman: Öll heil heim
Vinnueftirlitið stendur fyrir aðgerðavakningunni #Tökum höndum saman: Öll heil heim. Markmið hennar er að vekja athygli á því að atvinnurekendum ber að sjá til þess að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, óháð stærð. Áætlunin, sem felur í sér áhættumat og áætlun um heilsuvernd og forvarnir, er grunnur að góðu vinnuverndarstarfi.

Er ekki örugglega allt í lagi á vinnustaðnum þínum?
Atvinnurekendur eru eindregið hvattir til að verja fjármunum sínum frekar í öryggi og vellíðan starfsfólks en stjórnvaldssektir. Með nýjum lögum sem tóku gildi 1. janúar 2025 er Vinnueftirlitinu heimilt að leggja stjórnvaldssektir á atvinnurekanda, verkkaupa eða fulltrúa hans þegar ítrekað er brotið gegn vinnuverndarlögunum.
Námskeið í vinnuvernd
Námskeið í vinnuvernd
Vinnueftirlitið býður upp á ýmis vinnuverndarnámskeið. Námskeiðin eru flest stafræn og hægt að taka árið um kring.
Vinnuvélar og tæki
Vinnuvélar og tæki
Vinnueftirlitið sér um skráningar og skoðanir á vinnuvélum og útgáfu og endurnýjun vinnuvélaréttinda. Stofnunin heldur jafnframt námskeið til réttinda á vinnuvélar.
Fréttir
18. desember 2025
Tökum höndum saman og fækkum vinnuslysum hjá ungu fólki
Eru ungmenni eða ungt fólk að vinna með þér? Tölur Vinnueftirlitsins yfir ...
16. desember 2025
Varað við að flytja inn vinnuvélar og tæki sem ekki eru CE-merkt eða ranglega CE-merkt
Vinnueftirlitið hefur orðið vart við vaxandi innflutning á vinnuvélum og tækjum ...
8. desember 2025
Tökum höndum saman og komum í veg fyrir slys í mannvirkjagerð
Tilkynntum vinnuslysum sem verða við mannvirkjagerð hefur fjölgað á síðustu ...
