Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Öll heil heim

Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu. Hlutverk þess er að stuðla að því að öll komi heil heim úr vinnu starfsævina á enda. Kjarnastarfsemin lítur að vettvangsathugunum, stafrænum samskiptum og eftirliti með vinnuvélum og tækjum

Grípum til aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu

Vinnueftirlitið stendur fyrir aðgerðavakningunni #Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu. Markmið hennar er að hvetja vinnustaði til að stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu og huga að forvörnum og viðbrögðum við áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu.

Kynntu þér myndbönd og fræðsluefni hér

Er ekki örugg­lega allt í lagi á vinnu­staðnum þínum?

Atvinnurekendur eru eindregið hvattir til að verja fjármunum sínum frekar í öryggi og vellíðan starfsfólks en stjórnvaldssektir. Með nýjum lögum sem tóku gildi 1. janúar 2025 er Vinnueftirlitinu heimilt að leggja stjórnvaldssektir á atvinnurekanda, verkkaupa eða fulltrúa hans þegar ítrekað er brotið gegn vinnuverndarlögunum.

Kynntu þér málið nánar hér

Áætlun um öryggi og heil­brigði

Áætlun um öryggi og heilbrigði

Atvinnurekendur bera ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað án tillits til stærðar hans.

Námskeið í vinnu­vernd

Námskeið í vinnuvernd

Vinnueftirlitið býður upp á ýmis vinnuverndarnámskeið. Námskeiðin eru flest stafræn og hægt að taka árið um kring.

Vinnu­vélar og tæki

Vinnuvélar og tæki

Vinnueftirlitið sér um skráningar og skoðanir á vinnuvélum og útgáfu og endurnýjun vinnuvélaréttinda. Stofnunin heldur jafnframt námskeið til réttinda á vinnuvélar.