Námskeið og verkleg próf
Vinnueftirlitið heldur ýmis námskeið tengd vinnuvernd, vinnuvélum, efnum og efnahættum. Flest námskeiðin eru stafræn og aðgengileg í gegnum fræðslukerfi Vinnueftirlitsins. Próftaka, ef við á, fer fram á starfsstöðvum Vinnueftirlitsins eða hjá samstarfsaðilum. Bóka þarf próftíma fyrir fram.
Þátttakendur á námskeiðum fá tölvupóst með leiðbeiningum.
Ef tölvupóstur glatast eða aðgangur virkar ekki er hægt að hafa samband með tölvupósti eða í síma 550 4600.
Við hvetjum þau sem sækja staðnámskeið eða próf hjá okkur að huga að umhverfinu og nýta almenningssamgöngur eða aðra umhverfisvæna ferðamáta ef kostur er.
Námskeiðsflokkar
Kennsla
Flest námskeið eru stafræn og hægt að taka árið um kring.
Verkleg próf
Þegar bóklegum námskeiðum er lokið þarf í sumum tilvikum að taka verkleg próf á vegum Vinnueftirlitsins til að öðlast ákveðin réttindi.