Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Áætlun um öryggi og heilbrigði

Atvinnurekendur bera ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað án tillits til stærðar hans.

Um áætlunina

Tilgangur áætlunarinnar er að stuðla að öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks. Mælt er með að gerð áætlunarinnar sé samvinnuverkefni atvinnurekenda, stjórnenda og starfsfólks.

Nánar um áætlunina

Meginþættir áætlunarinnar

Áætlunin á að gefa gott yfirlit yfir áhættur á vinnustað og hvernig hefur verið komið í veg fyrir eða dregið úr þeim með forvörnum. Þegar grípa þarf til úrbóta á vinnustaðnum skulu þær vera tímasettar.

Nánar um meginþætti áætlunarinnar:

Áhættumat

Gera þarf áhættumat fyrir vinnustaðinn. Það felur í sér kerfisbundna greiningu á öllum meginþáttum vinnuumhverfisins með tilliti til öryggis, vellíðunar og heilsu starfsfólks.

Áætlun um heilsuvernd og forvarnir

Þegar niðurstaða áhættumatsins liggur fyrir þarf að gera áætlun um heilsuvernd og forvarnir. Hún veitir yfirlit yfir þær aðgerðir sem framkvæma þarf til að lágmarka hættu fyrir starfsfólks og tryggja öryggi þess, heilsu og vellíðan.