Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Nám til viðurkenningar í vinnuvernd

Efnisyfirlit

Ávinningur

Til að hljóta viðurkenningu sem þjónustuaðili eða sérfræðingur í vinnuvernd þurfa sérfræðingar meðal annars að ljúka náminu sem hér um ræðir eða hafa lokið sambærilegu námi sem viðurkennt er af Vinnueftirlitinu.

Námið veitir réttindi til viðurkenningar í allt að fjögur ár að námi loknu séu önnur skilyrði uppfyllt (sjá nánar undir umsókn um viðurkenningu þjónustuaðila og sérfræðinga hér).

Í náminu á nemandi að öðlast:

  • Þekkingu í gerð skriflegra áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.

  • Þekkingu á vinnuverndarstarfi.

  • Almenna þekkingu á áhættuþáttum í vinnuumhverfi, vinnuskipulagi og við framkvæmd vinnu.

  • Þekkingu á þeim lögum og reglugerðum sem ná til vinnuumhverfis, öryggis og heilbrigðis starfsfólks.

  • Þekkingu á forvörnum á vinnustað.

  • Þekkingu á hlutverki viðurkenndra þjónustuaðila, sérfræðinga og fulltrúa fyrirtækja í vinnuvernd.

  • Sértæka þekkingu og þjálfun í gerð áhættumats í þeim megin áhættuþáttum sem sótt er um viðurkenningu á.

Um námið

Fyrir hverja er námið?

Sérfræðinga

Námið er fyrir sérfræðinga og þjónustuaðila sem sækjast eftir viðurkenningu til að veita þjónustu við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum. Þjónustuaðili þarf að hafa aðgang að sérfræðingum eða vera sjálfur sérfræðingur ef hann starfar á eigin vegum.

Vinnueftirlitinu er falið að meta og veita þeim viðurkenningu sem óska eftir að sinna slíkri þjónustu.

Sérhæfing

Áhættuþættir í vinnuvernd hafa verið flokkaðir í fimm meginþætti. Sérfræðingur getur óskað eftir viðurkenningu í einum eða fleiri þáttum.

Skilyrði fyrir sérhæfingu

  • Fullnægjandi þekking á heilbrigðissviði, í félagsvísindum, á tæknisviði eða öðrum sambærilegum sérsviðum.

  • Grunnþekking til að meta og bregðast við hættum eða hvers konar öðrum óþægindum vegna vinnuvistfræðilegra þátta: Til dæmis eðlisfræðilegum, efnafræðilegum, líffræðilegum og sálfræðilegum þáttum í vinnuumhverfi.

  • Færni til að meta og bregðast við hættum eða hvers konar öðrum truflunum eða óþægindum í vinnuumhverfinu.

Þetta er í samræmi við 4. grein reglugerðar um viðurkenningu þjónustuaðila og sérfræðinga sem veita atvinnurekendum þjónustu við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.

Áður en nám hefst

Fylla skal út umsóknareyðublað hér að neðan og senda ásamt fylgigögnum til Vinnueftirlitsins á netfangið vinnueftirlit@ver.is.

Ef skilyrði fyrir viðurkenningu eru fullnægjandi er umsókn samþykkt með fyrirvara um nám og skil á lokaverkefni.

Skipulag náms

Námskeiðið er kennt á netinu og aðgengilegt nemendum þegar þeim hentar.

Inngangur námsins er opinn í 8 vikur. Valdar sérhæfingar í náminu eru svo opnar aðrar 8 vikur. Samtals er námið því opið í 16 vikur að hámarki en gert er ráð fyrir að það sé ríflegur tími til að ljúka því ásamt lokaverkefni.

Nemendur fara yfir myndböndin í tilgreindri röð og þurfa að ljúka því myndbandi sem er á undan í röðinni áður en það næsta opnast. Hægt er að horfa eins oft á myndböndin og þurfa þykir.

Nemendur leysa verkefni og þurfa að svara spurningum sem eru lagðar fyrir.

Gert er ráð fyrir að áhorf á myndböndin, lestur ítarefnis og verkefnavinna taki um 25 klukkustundir.

Námsefni

Viðurkenning þjónustuaðila og sérfræðinga og vinnuverndarfulltrúa:

  • Inngangur – kynning á námi

  • Hlutverk Vinnueftirlitsins

  • Hlutverk og skyldur þjónustuaðila og sérfræðinga

  • Lög og reglugerðir

Almennur hluti:

  • Vinnuverndarstarf á vinnustöðum

  • Heilsuefling og forvarnir á vinnustöðum

  • Vinnuslys, atvinnusjúkdómar og forvarnir (fyrirbyggjandi aðgerðir)

  • Áætlun um öryggi og heilbrigði

  • Aðferðir við áhættumat, úrbótaáætlun og forvarnir

  • Fimm meginþættir vinnuverndar

Heildstæð þjónusta byggir á fimm meginþáttum vinnuverndar:

  • Félagslegu vinnuumhverfi

  • Hreyfi- og stoðkerfi

  • Efnum og efnahættum

  • Tækjum og vélbúnaði

  • Umhverfisþáttum

Próf

Nemandi þarf að svara spurningum sem eru í og á eftir hverjum hluta rétt til að geta haldið áfram.

Nemandi vinnur síðan lokaverkefni á því sviði sem viðkomandi sækist eftir viðurkenningu á.

Viðurkenning

Séu önnur skilyrði uppfyllt fær umsækjandi að námi loknu send skjöl til staðfestingar á viðurkenningu sem þjónustuaðili í vinnuvernd.

Verð

110.600 krónur


Næstu námskeið