Tilkynning um vinnuslys
Atvinnurekendum ber að tilkynna Vinnueftirlitinu um öll vinnuslys þar sem starfsmaður verður óvinnufær í a.m.k. einn dag, auk dagsins sem slysið varð, eða lætur lífið.
Með vinnuslysi er átt við skyndilegan, óvæntan atburð í tengslum við vinnu sem veldur áverkum, heilsutjóni eða dauða eins eða fleiri einstaklinga.