Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Innskráning, umboð og aðgangsstýring á Ísland.is

Innskráningarþjónusta Ísland.is býður örugga innskráningu inn á vefi opinberra aðila og aðgangsstýringu að gögnum með Umboðskerfi Ísland.is.

Innskráning með rafrænum skilríkjum

Notandinn getur valið úr þremur leiðum til að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum:

Umboð - innskráning fyrir hönd annarra

Einstaklingar geta skráð sig inn fyrir hönd fyrirtækja, opinberra aðila, barna og þeirra einstaklinga sem hafa gefið þeim umboð.

Umboð er annað hvort veitt af einstaklingi eða verður til vegna tengsla, þá eru upplýsingar sóttar í skrár þeirrar stofnunar sem ber ábyrgð á viðkomandi skráningu.

  • Foreldrar eru sjálfkrafa með umboð fyrir börn sín til 18 ára aldurs.

  • Prókúruhafar fyrirtækja eru sjálfkrafa með umboð vegna gagna þess fyrirtækis og geta veitt öðrum aðgang. 

Þegar einstaklingur skráir sig inn fyrir hönd annarra byrjar hann á því að skrá sig inn með sínum eigin rafrænu skilríkjum og síðan eru umboð hans sótt í Umboðskerfið. Einstaklingur er alltaf innskráður til þess að tryggja öryggi og rekjanleika.

Veita öðrum umboð

Einstaklingar, lögaðilar og opinberir aðilar geta gefið öðrum einstaklingum umboð til þess að annast málefni í gegnum Umboðskerfi Ísland.is.

Umboð eru veitt rafrænt í gegnum Mínar síður á Ísland.is.

Innskráning með aðgangslykli í Ísland.is appinu

Í Ísland.is appinu er hægt að nota aðgangslykil (e. passkey) til að skrá sig inn á vefsvæði sem reiða sig á Innskráningarþjónustu Ísland.is t.d. Mínar síður og Umsóknarkerfi.

Aðgangslyklar eru örugg og þægileg leið til að flakka á milli þessara lausna án lykilorða eða rafrænna skilríkja. Aðgangslykill er stafrænt auðkenni sem vistað er í tækinu þínu, eins og síma eða tölvu, og notar lífkenni (andlitsskanna eða fingrafar) eða PIN-númer til að staðfesta innskráningu.

Til að virkja aðgangslykil eru eftirfarandi skref:

  1. Undir Stillingum í Ísland.is appinu er valið að Búa til aðgangslykil.

  2. Við það opnast gluggi sem hjálpar notandanum að búa til lykilinn.

  3. Það fer eftir tæki notandans hvernig uppsetningin fer fram. Vinsamlega fylgið leiðbeiningum tækisins.

  4. Næst þegar notandi velur aðgerð í appi sem flytur hann á læst vefsvæði getur hann auðkennt sig með aðgangslykli í stað þess að innskrá sig með rafrænum skilríkjum.

  5. Við útskráningu í appinu eyðist aðgangslykillinn.

Athugið að þessi möguleiki er í innleiðingu og því ekki aðgengilegur öllum eins og er.

Þjónustuaðili

Staf­rænt Ísland