Veita umboð / aðgangsstýringarréttindi
Prókúruhafar fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana geta veitt öðrum umboð með Umboðskerfi Ísland.is. Það er gert í nokkrum einföldum skrefum:
Þú skráir þig inn á Mínar síður sem fyrirtæki (eða skiptir yfir á fyrirtækið í hægra efra horni).
Velur Aðgangsstýring.
Þar getur þú valið hverjum þú vilt veita aðgang, að hvaða virkni eða gögnum og hversu lengi aðgangurinn á að vera virkur.
Veita öðrum aðgangsstýringarréttindi fyrir hönd prókúruhafa
Prókúruhafar geta einnig gefið einstaklingum aðgangsstýringarréttindi, með þeim getur viðkomandi veitt öðrum aðgang að Mínum síðum fyrir hönd prókúruhafans. Það er gert í nokkrum einföldum skrefum:
Þú skráir þig inn á Mínar síður sem fyrirtæki (eða skiptir yfir á fyrirtækið í hægra efra horni).
Velur Aðgangsstýring.
Velur þann aðila sem veita á aðgangsstýringarréttindi, hakar í Aðgangsstýring og merkir hvaða gögn sá aðili á að geta séð og gefið öðrum aðgang að.
Sá sem fær aðgangsstýringarréttindi getur í kjölfarið skráð sig inn fyrir hönd fyrirtækisins og veitt öðrum aðgang að ákveðnum gögnum þess.
Afturkalla umboð
Einstaklingur sem hefur veitt öðrum umboð getur alltaf afturkallað umboðið í nokkrum einföldum skrefum.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Þú skiptir yfir á fyrirtækið sem þú vilt loka aðgangi að. Það er gert með því að ýta á nafnið þitt í hægra horni og velja að skipta um notanda.
Þegar þú hefur skráð þig inn sem viðkomandi fyrirtæki velur þú Aðgangsstýring.
Þar velur þú þann einstakling sem á að afturkalla umboðið hjá og eyðir umboði.
Einstaklingurinn sem áður hafði umboð mun ekki lengur getað skráð sig inn fyrir hönd fyrirtækisins, og fær sjálfvirka tilkynningu þess efnis.