Hvernig virka umboð fyrir einstaklinga og fjölskyldur?
Með rafrænu umboði geta einstaklingar skráð sig inn fyrir hönd annarra og þannig haft aðgang að upplýsingum og framkvæmt ýmsar aðgerðir fyrir þeirra hönd.
Dæmi um hvernig umboð nýtist:
Aðstandandi getur fylgst með Mínum sínum á Ísland.is fyrir foreldri eða ættingja sem á erfitt með aðgengi að stafrænum upplýsingum, til dæmis vegna öldrunar eða veikinda.
Einstaklingur sem ekki á rafræn skilríki getur skráð umboðsmann til að sinna málum fyrir sína hönd, til dæmis senda inn umsóknir.
Foreldri getur sótt um skólavist í framhaldsskóla fyrir hönd barns síns.
Persónulegur talsmaður fatlaðs einstaklings getur fylgst með stafrænu pósthólfi fyrir hönd viðkomandi.
Að skrá sig inn í umboði
