Fara beint í efnið

Hugsum um: Höfuð, herðar, hné og tær við vinnu

Höfuð, herðar, hné og tær

Vinnuumhverfið hefur áhrif á starfsfólk frá toppi til táar. Horfa þarf á heildarmyndina og huga að þáttum sem hafa áhrif á andlega og líkamlega heilsu.

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður og Vinnueftirlitið hafa tekið höndum saman og standa fyrir vitundarvakningu undir yfirskriftinni Hugsum um: Höfuð herðar hné og tær við vinnu. Hún er um mikilvægi þess að byggja upp traust og heilbrigða vinnustaðamenningu sem leggur grunn að öryggi og vellíðan starfsfólks. Áherslan er ekki hvað síst á mikilvægi þess að tekið sé vel á móti ungu fólki inn á vinnumarkaðinn.

Vefsíðan hhht.is er hryggjarstykki vitundarvakningarinnar. Á vefsíðunni má finna gagnlegar upplýsingar og góð ráð um það hvernig við byggjum upp traust, stuðlum að fjölbreytileika og inngildingu og eflum jákvæð samskipti í vinnunni.

  • Hér er hægt að hlaða niður veggspjaldi til að hengja upp á vinnustöðum landsins með myndinni sem fylgir vitundarvakningunni, en hún sýnir fjölmarga þætti í vinnuumhverfinu sem geta haft áhrif á öryggi og vellíðan starfsfólks.

  • Einnig er hægt að sækja skjámynd fyrir farsíma.

Vinnueftirlitið og VIRK hvetja atvinnurekendur og starfsfólk til að kynna sér efnið nánar á hhht.is. Frekari fróðleik um vinnuvernd er að finna á vefsíðu okkar og VIRK.