Fara beint í efnið

Vinnuvélaréttindi

Þú þarft að hafa vinnuvélaréttindi til að stjórna eftirfarandi vinnuvélum á Íslandi:

A - Staðbundnir kranar og byggingarkranar
B - Farandkranar stærri en 18 tonnmetrar
C - Brúkranar
D - Kranar 18 tonnmetrar eða minni
E - Gröfur stærri en 4 tonn
F - Hjólaskóflur
G - Jarðýtur
H - Vegheflar
I - Dráttarvélar og minni jarðvinnuvélar
J - Lyftarar með 10 tonna lyftigetu eða minna
K - Lyftarar með meira en 10 tonna lyftigetu
L - Valtarar
M - Malbikunarvélar
P - Hleðslukranar með 18 tonnmetra lyftigetu eða minna

Ef þú ert með útgefin vinnuvélaréttindi frá öðru aðildarríki EES getur þú fengið réttindi þín viðurkennd hjá Vinnueftirlitinu.

Þetta er í samræmi við lög um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi.

Skilyrði

Til að fá vinnuvélaréttindi þarftu að:

  • hafa náð 17 ára aldri,

  • hafa gilt ökuskírteini á bifreið,

  • hafa lokið tilskyldu námi og þjálfun,

  • standast verklegt próf á vegum Vinnueftirlitsins.

Nám

Vinnuvélaskírteini

Skírteinið er gefið út og sent í pósti á handhafa skírteinisins.

Einnig er hægt að sækja stafrænt skírteini.

Réttindi

Á skírteininu koma fram þeir réttindaflokkar sem þú hefur staðist verklegt próf í. Réttindum á stærri vinnuvélar fylgja oft réttindi á minni vélar.

Dæmi:

  • Réttindi í flokkum E og F gefa líka réttindi í I-flokki.

  • Réttindi í flokki B gefa líka réttindi í P og D-flokki.

  • Réttindi í flokki K gefa líka réttindi í J-flokki.

Ökuréttindi

Ef þú missir bílprófið máttu bara stjórna vinnuvél á afgirtum svæðum og lóð fyrirtækisins. Lögregla sker úr um hvar umferðarlög gilda ef vafi kemur upp.

Kostnaður

Kostnaður er þrískiptur:

  1. Verð fyrir námskeið:

    • Frumnámskeið kostar 53.900 krónur

    • Byggingakrananámskeið kostar 48.600 krónur

    • Verð grunnnámskeiða og brúkrananámskeiða má sjá hjá ökuskólum og öðrum viðurkenndum aðilum.

  2. Verklegt próf á vinnuvél kostar 10.590 krónur fyrir hvern réttindaflokk.

  3. Skírteinisgjald er 8.470 krónur. Gjaldið er innheimt samhliða gjaldi fyrir verklegt próf.

Gildistími og endurnýjun

Almenn vinnuvélaréttindi gilda til sjötugs. Eftir það þarf að sækja um endurnýjun réttinda.

Réttindi á krana þarf að endurnýja á tíu ára fresti.

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439