Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Réttindi á byggingakrana

Efnisyfirlit

Réttindi að loknu námskeiði

Til að öðlast réttindi á byggingakrana þarf að ljúka þessu bóklega námskeiði. Námskeiðið veitir bókleg réttindi fyrir:

  • byggingakrana (AB)

  • hafnarkrana >18 tm (AH) – A flokkur.

Námskeið til réttinda á brúkrana eru ekki kennd hjá Vinnueftirlitinu.

Það er 16 ára aldurstakmark á námskeiðið. Þremur mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn mega áhugasamir æfa sig á byggingakrana undir leiðsögn einstaklings með kennararéttindi á kranann. Til að fá kranaréttindi verður viðkomandi að vera orðinn 17 ára og hafa bílpróf.

Um námskeiðið

Hvenær er námskeiðið kennt?

Námskeið fyrir réttindi á byggingakrana eru haldin nokkrum sinnum á ári.

Skipulag náms

Námskeiðið er kennt á þremur dögum og venjulega á vinnutíma, frá klukkan 9 til 16.

Það er kennt að mestum hluta í gegnum Teams fjarfundakerfið. Þáttakendur þurfa því nettengda tölvu með hljóðnema og hátalara eða vera með heyrnartól.

Námsefni

Fyrsti dagurinn kallast fornám og fjallar um vinnuverndarmál, eðlisfræði, vökvafræði, vélfræði, rafgeyma og öryggi við skurðgröft.

Dagar tvö og þrjú fjalla um byggingakrana og fleira þeim tengt.

Próf

Námskeiðinu lýkur með skriflegu krossaprófi. Prófin eru haldin á starfsstöðvum Vinnueftirlitsins eða hjá samstarfsaðilum.

Önnur tungumál

  • Enska: Námskeið eru haldin með hliðsjón af eftirspurn.

  • Pólska: Námskeið eru haldin með hliðsjón af eftirspurn.

Námskeið á öðrum tungumálum eru haldin með hliðsjón af eftirspurn.

Verð

48.600 krónur

Næstu námskeið