Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráning í verklegt próf á vinnuvélar

Skráning í verklegt próf

Að loknu bóklegu námi, bóklegu prófi og verklegri þjálfun á minni vinnuvélar er hægt að skrá sig í verklegt próf.

Þér er úthlutað prófdómara sem hefur samband innan þriggja virkra daga til að ákveða tímasetningu prófsins. Sýna þarf gild persónuskilríki með mynd fyrir próftöku.

Skráningarferli

Skráð er inn með rafrænum skilríkjum þess sem skráir, hvort sem um er að ræða einstaklinsskráningu eða skráningu fyrir hönd fyrirtækis.

Greiðandi

  • Staðgreiðsla er í boði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

  • Reikningsviðskipti eru eingöngu í boði fyrir fyrirtæki.

Staðsetning prófs

Skrá þarf staðsetningu prófs.

Fjöldi próftaka

Hægt er að skrá einn eða fleiri próftaka, ef óskað er eftir verklegum prófum fyrir hóp starfsfólks.

Réttindaflokkar

Velja þarf þá réttindaflokka sem taka á próf á. Greitt er próftökugjald fyrir hvern flokk.

Leiðbeinandi

Skrá þarf leiðbeinanda eða leiðbeinendur eftir því sem við á. Viðkomandi þarf að hafa viðurkennd kennsluréttindi í þeim réttindaflokki sem nemandi hyggst taka próf á. Skrá þarf símanúmer eða tölvupóstfang leiðbeinanda. Hann fær þá skilaboð um að skrá sig inn og staðfesta að verkleg þjálfun hafi farið fram.

Vinnueftirlitið móttekur skráningu og ákveður innan þriggja virkra daga, í samráði við tengilið vegna verklegs prófs, hvenær próf getur farið fram.

Kranapróf

Nauðsynlegt er að vera með góða sjón, heyrn og hreyfigetu til að stjórna krana. Senda þarf læknisvottorð í umsóknarferli áður en verklegt kranapróf fer fram.

Vottorðið þarf að staðfesta eftirfarandi:

  • Sjón: ≥0,8 á betra auga og ≥0.1 á verra auga (með gleraugu)

  • Sjónsvið eðlilegt

  • Heyrn eðlileg

  • Limaburður eðlilegur og óhindraður

  • Umsækjandi sé hraustur að öðru leyti og hann hafi ekki sjúkdóm, eða taki lyf eða önnur efni sem trufla dómgreind eða geta valdið skyndilegum meðvitundarmissi.

Vottorð þarf að vera yngra en sex mánaða.

Skráning í verklegt próf

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið