Sá sem annast verklega þjálfun á vinnustað verður að hafa kennsluréttindi á vinnuvél.
Skilyrði
Þú getur sótt um að verða leiðbeinandi ef þú:
ert með vinnuvélaréttindi í viðkomandi flokki
getur sýnt fram á að hafa lokið 1.000 vinnustundum á vél í viðkomandi réttindaflokki
Umsóknarferli
Umsækjandi sækir um rafrænt (sjá hnapp hér að ofan).
Umsækjandi skráir samþykktaraðila sem staðfestir skráningu á fjölda vinnutíma á vinnuvélar.
Þegar vinnutímar hafa verið samþykktir er umsækjanda tilkynnt um niðurstöðu umsóknar. Umsækjandi er einnig upplýstur ef samþykktaraðili hafnar skráningu.
Sé umsókn samþykkt verður rafrænt vinnuvélaskírteini uppfært í kjölfarið. Hægt er að óska eftir afhendingu nýs skírteinis gegn skírteinisgjaldi.
Ábyrgð leiðbeinenda
Sem leiðbeinandi berð þú ábyrgð á að þjálfunin fari fram í þannig umhverfi að ekki hljótist slysahætta af.
Til að auðvelda verklega þjálfun hefur Vinnueftirlitið gefið út gátlista fyrir verklega þjálfun á vinnuvél.
Þjónustuaðili
Vinnueftirlitið