Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Kennsluréttindi á vinnuvél

Verklega kennslu á vinnuvélum annast þeir sem til þess hafa sérstök kennsluréttindi. Vinnueftirlitið veitir þessi réttindi. Umsækjandi um kennsluréttindi þarf að hafa fullgild starfsréttindi og að minnsta kosti 1000 klst. starfsreynslu á því tæki er kennsluréttindin ná til.

Verkleg kennsla má ekki fara fram þar sem margir menn eru að störfum eða þar sem
slysahætta getur stafað af kennslunni. Kennari skal ávallt vera til staðar er nemandi er við verkþjálfun, þannig að hann geti leiðbeint honum og gripið inn í störf hans .

Umsókn um kennsluréttindi á vinnuvél