Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Frumnámskeið til réttinda á minni vinnuvélar

Efnisyfirlit

Réttindi að loknu frumnámskeiði

Frumnámskeið er kennt hjá Vinnueftirlitinu.

Það er nauðsynlegt að ljúka þessu námskeiði til að fá réttindi á minni vinnuvélar. Að því loknu tekur við verklegt nám og svo verklegt próf. Námskeiðið veitir bókleg réttindi fyrir:

  • Lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni – J flokkur

  • Dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4t og undir) – I flokkur

  • Körfukrana og steypudælur – D flokkur

  • Valtara – L flokkur

  • Útlagningarvélar fyrir bundið slitlag – M flokkur

  • Hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tm lyftigetu – P flokkur

Um námskeiðið

Hvenær er námskeiðið kennt?

Námskeiðið er í boði allt árið. Það hefst þegar nemandinn skráir sig og er opið í átta vikur frá skráningu.

Skipulag náms

Námskeiðið er kennt á netinu, í fræðslukerfi Vinnueftirlitsins. Nemendur stunda námið hvar og hvenær sem þeim hentar. Það tekur um það bil 15-18 klukkustundir að fara í gegnum námskeiðið.

Námsefni

Fyrstu hlutar námskeiðsins kallast fornám og fjalla um vinnuverndarmál, eðlisfræði, vökvafræði, vélfræði, rafgeyma og öryggi við skurðgröft. Kaflarnir þar á eftir fjalla um einstaka flokka vinnuvéla og fleira þeim tengt.

Próf

Námskeiðinu lýkur með skriflegu krossaprófi. Prófin eru haldin á starfsstöðvum Vinnueftirlitsins eða hjá samstarfsaðilum. Sýna þarf gild persónuskilríki með mynd fyrir próf.

Í lok námskeiðs geta nemendur valið dagsetningu og staðsetningu fyrir krossaprófið. Það má breyta því vali með 48 klukkustunda fyrirvara.

Önnur tungumál

  • Enska: Kennt á netinu og í boði allt árið.

  • Pólska: Kennt á netinu og í boði allt árið.

Námskeið á öðrum tungumálum eru haldin á Teams með hliðsjón af eftirspurn.

Verð

53.900 krónur

Næstu námskeið