Fara beint í efnið

Fá erlend vinnuvélaréttindi metin á Íslandi

Umsókn um mat á erlendum réttindum

Ef þú ert með útgefin vinnuvélaréttindi frá öðru aðildarríki EES getur þú fengið réttindi þín viðurkennd hjá Vinnueftirlitinu.

Þetta er í samræmi við lög um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi.

Ferli

Ýta þarf á sækja um, auðkenna sig með rafrænum skilríkmum og fylla út eyðublaðið: Viðurkenninga erlendra vinnuvélaréttinda.

Vinnuveitendur geta sótt um mat á erlendum réttindum fyrir starfsfólk sitt.

Fylgigögn

  • Afrit af ökuskírteini

  • Afrit af erlendu vinnuvélaskírteini.

  • Gögn sem sýna fjölda tíma í bóklegri og verklegri kennslu vegna erlendu réttindanna.

  • Þegar sótt er um kranaréttindi, fyrir flokka A, B, C, D og P þarf læknisvottorð að fylgja með.

Gögn mega vera á íslensku, ensku, dönsku, norsku eða sænsku. Önnur tungumál þarf að þýða yfir á íslensku eða ensku.

Umsókn um mat á erlendum réttindum

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið