Fara beint í efnið

Áætlun um heilsuvernd og forvarnir

Í stuttu máli

Gefi áhættumat á vinnustað til kynna að heilsu og öryggi starfsfólks sé hætta búin, skal atvinnurekandi þegar í stað grípa til nauðsynlegra fornvarna og gera ráðstafanir til að draga úr hættu með áætlun um heilsuvernd og forvarnir. Hún er hluti af áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað.

Tímasett áætlun um forvarnir

Þegar áhættumat liggur fyrir þarf að gera tímasetta áætlun um forvarnir og ráðstafanir sem byggir á áhættumatinu. Aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað þurfa að vera hluti af áætlun um heilsuvernd og forvarnir.

Mikilvægt er að forgangsraða ráðstöfunum út frá alvarleika þeirrar áhættu sem verið er að koma í veg fyrir. Þegar störf eru beinlínis hættuleg er ekki forsvaranlegt að bíða með að grípa til nauðsynlegra ráðstafana. 

Nánar um tímasetta áætlun um forvarnir

Neyðaráætlun

Neyðaráætlun lýsir ráðstöfunum vegna skyndihjálpar, slökkvistarfs og brottflutning starfsfólks komi upp neyðartilvik. Hún þarf að vera í samræmi við eðli starfseminnar og stærð vinnustaðar. Í henni þurfa auk þess að vera upplýsingar um það starfsfólk sem hefur skilgreint hlutverk við framkvæmd neyðaráætlunarinnar, þjálfun þess og búnað.

Nánar um neyðaráætlun

Endurmat

Meta skal árangur þeirra ráðstafana sem gerðar hafa verið til verndar starfsfólki að ákveðnum tíma liðnum og gera endurbætur ef þörf krefur. Tilgreina skal hvenær áætlað er að eftirfylgni með ráðstöfunum fari fram.  

Eins þarf að endurskoða reglulega áætlun um öryggi og heilbrigði í heild eða að hluta og ávallt eigi breytingar sér stað. Er þá átt við bæði áhættumatið og áætlun um heilsuvernd og forvarnir. Mælt er með að regluleg endurskoðun fari fram árlega. 

Nánar um endurmat

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið