Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði
Efnisyfirlit
Ávinningur
Námskeiðið fjallar um alla helstu þætti vinnuverndar og er hugsað fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði. Það hentar líka öðrum sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið. Námskeiðið er greitt af atvinnurekanda samkvæmt lögum.
Eftir námskeiðið eiga nemendur að hafa aukna þekkingu á vinnuverndarmálum og hafa verkfærin til að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum og stuðla almennt að betri líðan starfsfólks.
Um námskeiðið
Hvenær er námskeiðið kennt?
Námskeiðið er í boði allt árið. Það hefst þegar nemandinn skráir sig og er opið í átta vikur frá skráningu.
Skipulag náms
Námskeiðið er kennt á netinu, í fræðslukerfi Vinnueftirlitsins. Nemendur geta stundað námið hvar og hvenær sem þeim hentar. Það tekur um það bil sex klukkustundir að fara í gegnum námskeiðið.
Námsefni
Farið er yfir alla helstu málaflokka sem varða vinnuumhverfi starfsfólks:
Hávaða, lýsingu, inniloft og loftræstingu
Efni og efnahættur
Öryggi véla og tækja
Líkamlega áhættuþætti
Sálfélagslega þætti
Heilsuvernd á vinnustað
Vinnuslys og slysavarnir
Notkun persónuhlífa
Fjallað er um hvernig á að gera áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað.
Leiðbeint er um gerð áhættumats og áætlunar um heilsuvernd og forvarnir sem felur meðal annars í sér forvarnaáætlun og aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eru kynnt sem og reglur sem settar eru á grundvelli þeirra.
Próf
Svara þarf nokkrum spurningum í lok hvers kafla til að geta haldið áfram með efnið.
Verð
39.900 krónur
Námskeiðsgjald greiðist af atvinnurekanda samkvæmt reikningi eftir skráningu.