Vinnueftirlitið hélt fimmtudaginn 31. október ráðstefnuna: Hvernig má nýta tæknilausnir til að auka öryggi og vellíðan í starfi - lærum af reynslu hvers annars. Þar sögðu hinir ýmsu vinnustaðir frá vegferð sinni við að nýta tæknilausnir í störfum sínum og hvaða áhrif það hefur haft á starfsfólk út frá öryggi, vellíðan og menningu á vinnustaðnum.