Vinnueftirlitið bendir á að heit vinna, þar með talið vinna við lagningu þakpappa, felur í sér mikla hættu fyrir starfsfólk. Stofnunin hefur í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gefið út veggspjald um heita vinnu þar sem farið er yfir varúðarreglur við slíka vinnu.