Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Skipurit

Vinnueftirlitið heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Félagsmálaráðherra skipar stjórn þess til fjögurra ára í senn. Stjórnarmenn eru níu. Ráðherra skipar formann án tilnefningar, en aðrir stjórnarmenn eru tilnefndir af samtökum aðila vinnumarkaðarins.

Nánar um stjórn Vinnueftirlitsins á vef stjórnarráðsins.

Þrjú svið

Undir forstjóra Vinnueftirlitsins heyra þrjú svið:

Svið vinnuverndar

Framkvæmd og eftirfylgni, straumar vettvangsathugana, stafrænna samskipta og vinnuvéla og tækja.

Svið rekstrar og greiningar

Fjármál, rekstur, greining og stuðningur við teymi.

Svið fólks, upplýsinga og þróunar

Mannauður, þjónustumiðja, verkefnastýring, kynningarmál og stuðningur við teymi.

Núverandi skipurit tók gildi í ágúst 2025.