Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Fimm hljóta styrki úr Vinnuvernarsjóði

27. júní 2025

Fimm rannsóknir og verkefni hljóta styrki úr Vinnuverndarsjóði í ár

Vinnuverndarsjóður hefur úthlutað úr sjóðnum fyrir árið 2025 en auglýst var eftir umsóknum styrki í febrúar síðastliðnum.

Vinnuverndarsjóður er samstarfsverkefni félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og Vinnueftirlitsins. Honum er ætlað að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla rannsóknir á sviði vinnuverndar og stuðla að bættri vinnuvernd á íslenskum vinnumarkaði.

Stjórn sjóðsins, þar sem í eiga sæti fulltrúar stjórnvalda, samtaka launafólks og samtaka atvinnurekenda, fór yfir umsóknir og var ákveðið að veita styrki til fimm rannsókna og verkefna að þessu sinni. Samtals bárust fjórtán umsóknir og þakkar stjórn sjóðsins fyrir þann áhuga sem verkefninu hefur verið sýndur.

Formleg afhending styrkja úr Vinnuverndarsjóði fer fram í Norræna húsinu fimmtudagsmorguninn 28. ágúst næstkomandi. Þar munu einnig styrkhafar frá fyrstu úthlutun úr sjóðnum á árinu 2024 kynna niðurstöður rannsókna sinna og verkefna. Morgunfundurinn verður öllum opinn og nánar auglýstur síðar.

Eftirtalin hljóta styrki í ár:

Umsækjendur: Dr, Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor við Viðskiptadeild Háskóla Íslands, Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala og aðjunkt við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ, Eygló Ingadóttir, verkefnisstjóri og hjúkrunarfræðingur MS á Landspítala og Dr. Helga Bragadóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunarstjórnunar á Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ og Landspítala.

Styrkupphæð: 3.000.000 kr

Stutt lýsing: Umsókn þessi snýr að verkefni til að efla vellíðan hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra með því að styðja við góða vinnustaðamenningu á Landspítalanum.


Umsækjandi: Calarmis ehf.

Styrkupphæð: 3.000.000 kr.

Stutt lýsing: Snjalllausn Calarmis fyrir mælingu og greiningu á titringsálagi.


Umsækjandi: Dr. Sigrún Þóra Sveinsdóttir, sérfræðingur í lífeðlislegri sálfræði.

Styrkupphæð: 2.000.000 kr.

Stutt lýsing: Þjálfun á andlegri þrautseigju með HRV biofeedback hugbúnaði.


Umsækjendur: Jóhann Friðrik Friðriksson, verkefnisstjóri Varnar.is

Styrkupphæð: 1.000.000 kr.

Stutt lýsing: Þróun gervigreindarspjallmennis á sviði vinnuverndar


Umsækjendur: Þóra Þorgeirsdóttir PhD, lektor við Háskólann í Reykjavík og Freyr Halldórsson PhD, dósent við Háskólann í Reykjavík.

Styrkupphæð: 1.000.000 kr.

Stutt lýsing: Verndandi áhrif fjarvinnu á streitu og kulnun starfsfólks.