Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Kynning á rannsóknarverkefnum Vinnuverndarsjóðs

18. ágúst 2025

Vinnueftirlitið stendur, fimmtudaginn 28. ágúst næstkomandi, fyrir morgunfundi þar sem kynntar verða niðurstöður rannsóknarverkefna sem hlutu styrk úr Vinnuverndarsjóði vorið 2024. Einnig mun félags- og húsnæðismálaráðherra veita styrki til þeirra verkefna sem hlutu úthlutun árið 2025. 

Vinnuverndarsjóður er samstarfsverkefni félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og Vinnueftirlitsins. Honum er ætlað að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla rannsóknir á sviði vinnuverndar og stuðla að bættri vinnuvernd á íslenskum vinnumarkaði. Fyrstu styrkir úr sjóðnum voru veittir árið 2024. 

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun veita styrki til þeirra verkefna sem hlutu úthlutun árið 2025 en einnig verða kynntar niðurstöður eftirfarandi rannsókna: 

  • Staðsetning vinnunnar og líðan starfsfólks: Fjarvinna, staðvinna og blönduð vinna. 
    Dr. Thamar Heijstra og Dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Háskóla Íslands. 

  • Sjálfvirkni- og snjallvæðing: Bölvun eða blessun fyrir velferð starfsfólks?  
    Dr. Arney Einarsdóttir Háskólanum á Bifröst og Dr. Katrín Ólafsdóttir Háskólanum í Reykjavík. 

  • Álagsþættir í starfsumhverfi og kulnun meðal hjúkrunarfræðinga á Landspítala.  
    Dr. Guðný Gústafsdóttir Háskóla Íslands og Dr. Ásdís Aðalbjörg Arnalds Háskóla Íslands. 

  • Hvernig  skapast góð vinnustaðamenning í leik- og grunnskólum þar sem vel gengur?
    - Niðurstöður rannsóknar um reynslu kennara og skólastjórnenda.
     
    Dr. Sigrún Gunnarsdóttir og Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir Háskóla Íslands. 

  • Vinnuvernd fyrir nemendur af erlendum uppruna 
    - Hvað er mikilvægt að ræða um? 
    Steinunn Björk Ragnarsdóttir og Lilja Guðný Jóhannesdóttir Tækniskólanum 

Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu frá klukkan 9 – 11 og eru áhugasöm hvött til þess að skrá sig með tölvupósti á netfangið: gudrun.jorgensen@ver.is fyrir lok dags 26. ágúst næstkomandi. 

Aðgangur er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru öll velkomin.