Heimsóknartímar
Lyflækninga-, skurðlækninga- og geðdeild frá kl. 16-17 og 19-20
Barnadeild: Aðrir en foreldrar og forráðamenn frá kl. 14-20
Gjörgæsludeild eftir samkomulagi
Kristnesspítali frá kl. 16-18
Fæðingadeild: Heimsóknir ekki leyfðar nema í undantekningartilfellum.
Tveir gestir eru leyfðir í hverjum heimsóknartíma nema í undantekningartilfellum og í samráði við starfsfólk deilda.
Gestir með einkenni öndunarfærasýkinga mega ekki koma í heimsókn.

Símatímar
Hægt er að panta tíma eða símaviðtal við lækni hjá læknaritara eða í gegnum skiptiborð.

Inngangar
Aðalinngangur Sjúkrahússins á Akureyri snýr í norður. Kynntu þér vel hvar er besta aðkoman í þínu tilviki.

Minningarkort
Nokkrir styrktarsjóðir styðja við bakið á starfssemi Sjúkrahússins á Akureyri.
Fréttir og tilkynningar
Heimsókn heilbrigðisráðherra á SAk
Alma Möller heilbrigðisráðherra, Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður NA-kjördæmis, og Jón Magnús Kristjánsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra heimsóttu SAk í dag. Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk og Alma Möller heilbrigðisráðherra segja heimsóknina hafa verið ákaflega ánægjulega.
Aukin þjónusta við nýrnasjúklinga á SAk
Talsverður fjöldi fólks sem er búsettur á Norðausturlandi hefur hingað til þurft að fara suður yfir heiðar til að hitta nýrnalækni. Mánaðarlega má gera ráð fyrir því að 20-25 einstaklingar hafi þurft að ferðast suður í þeim erindagjörðum. Nú er formlega hafinn undirbúningur á því að framvegis munu nýrnalæknar frá Landspítalanum koma á SAk á sex vikna fresti, tvo daga í senn.