Afrit af mæðraskrá
Athugið: Aðgangur að mæðraskrá fæst í gegnum Heilsuveru sé fæðing skráð eftir 1.janúar 2022. Hægt er að nálgast gögnin undir Sjúkraskrá – Eldri meðgöngur.
Beiðni um afrit af mæðraskrá má nálgast með því að opna eyðublaðið hér að neðan.
ATHUGIÐ Vegna sumarleyfa starfsmanna verður erindum sem varða afritun og afhendingu á sjúkragögnum til einstaklinga ekki svarað í júní. Skert þjónusta verður til umboðsaðila, nema um brýn erindi sé að ræða. Í júlí og ágúst verður erindum svarað en má búast við hægvirkari þjónustu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Hægt er að fylla eyðublaðið út rafrænt, vista hjá sér og senda sem viðhengi á tölvupóstfangið vottord@sak.is.
Einnig er hægt að prenta eyðublaðið út og skila því útfylltu til: Sjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegur, 600 Akureyri, Ísland.