Starfshópur sem fjallað hefur um stöðu eins af meginmarkmiðum heilbrigðisstefnu um að veita rétta þjónustu á réttum stað, hefur skilað Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra skýrslu með niðurstöðum sínum og tillögum. Gylfi Ólafsson formaður starfshópsins ásamt fleiri fulltrúum hópsins kynntu ráðherra skýrsluna á fundi í ráðuneytinu í vikunni. Helgi Þór Leifsson, sat í starfshópnum, tilnefndur af SAk.