Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Staðgengilslaun

Staðgengilsstörf eru í flestum kjarasamningum  tvenns konar:

  • Launað staðgengilsstarf: Aðalstarf starfsmanns er launað sem staðgengilsstarf yfirmanns. Þá ber að greiða starfsmanni laun samkvæmt flokki yfirmanns gegni hann starfi hans lengur en 4 vikur samfellt eða hafi hann gegnt starfi yfirmanns lengur en 6 vikur á hverjum 12 mánuðum. Laun samkvæmt flokki yfirmanns greiðast einungis frá lokum nefndra 4 eða 6 vikna. Tilgreina þarf í starfslýsingu starfsfólks að um sé að ræða launað staðgengilsstarf og taka fram hvernig starfið skuli launað.  

  • Aðrir staðgenglar: Starfsmaður sem er ekki í stöðu staðgengils yfirmanns en er falið að gegna störfum yfirmanns í forföllum hans eða störfum annars hærra launaðs starfsmanns. Í þessum tilvikum þarf starfsmaður að gegna staðgengilsstarfinu að fullu á afleysningatíma það er að segja öllum starfsskyldum sem starfinu fylgja. Skal hann taka laun samkvæmt launaflokki hins forfallaða starfsmanns þann tíma, er hann gegnir starfi hans. 

Athuga þarf hvort að persónubundnir þættir yfirmanns eigi við um staðgengil þegar launaflokkur er ákveðinn. Í stofnanasamningum eru stundum ákvæði um launaflokka vegna staðgengilsstarfa. 

Launakerfið Orri: Launategundir - hægt er að nota Mánaðarlaun staðgengislaun, Yfirvinna staðgengilslaun o.s.frv. ef stofnun vill halda sérstaklega utan um kostnað vegna staðgengilslauna. 

Tengt efni

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.