Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál
Bakvaktargreiðslur
Greiðsla fyrir bakvaktir skal reiknast af dagvinnukaupi, sbr. gr. 1.4.1 með eftirtöldum hætti:
33,33% kl. 17:00-24:00 mánudaga til fimmtudaga
45,00% kl. 17:00-24:00 föstudaga
45,00% kl. 00:00-08:00 mánudaga
33,33% kl. 00:00-08:00 þriðjudaga til föstudaga
45,00% kl. 00:00-24:00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga
90,00% kl. 00:00-24:00 stórhátíðardaga, sbr. gr. 2.1.4.3, þó þannig að frá kl. 16:00 - 24:00 á aðfangadag og gamlársdag og kl. 00:00 – 08:00 á jóladag og nýársdag er 120,00% álag.
Fyrir útkall er greidd yfirvinna, ýmist 3 klst. eða 4 klst. samkvæmt gr. 2.3.3 í kjarasamningi. Bakvaktargreiðsla fellur niður þann tíma sem yfirvinnukaup er greitt. Þegar um endurtekin útköll er að ræða með stuttu millibili skal greiða samfelldan tíma frá upphafi fyrra / fyrsta útkalls þangað til síðara / síðasta útkalli lýkur.
Veikindi á bakvakt
Starfsfólk á rétt á bakvaktarálagi í veikindum enda sé um skipulagða bakvakt að ræða.
Bakvaktarfrí
Starfsfólk á rétt á bakvaktarfríi í stað greiðslu á bakvaktarálagi. 20 mínútna frí jafngildir 33,33% vaktaálagi, 27 mínútna frí jafngildir 45% vaktaálagi, 54 mínútna frí jafngildir 90% vaktaálagi og 72 mínútna frí jafngildir 120% álagi.
Launakerfið Orri: Launategund - Bakvakt
Vinnustund reiknar út bakvaktarálag og má sjá ávinnslu þess í Vinnustund – Yfirfara -Tímar. Þegar bakvaktarfrí er tekið út er mikilvægt að það sé rétt merkt í Vinnustund.
Tengt efni
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.