Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Viðbótarlaun

Heimilt er að greiða viðbótarlaun, umfram reglubundin mánaðarlaun, vegna álags í starfi eða annarra þátta til dæmis hæfni og árangurs í starfi. 

Ákvörðun um greiðslu viðbótarlauna skal tekin af forstöðumanni og vera í samræmi við reglur fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslur viðbótarlauna. 

Tilkynna skal starfsmanni skriflega um ákvörðun greiðslu viðbótarlauna, á hvaða forsendum viðbótarlaun eru ákveðin, fyrir hvaða tilefni og tímabil. 

Viðbótarlaun eru greidd mánaðarlega vegna fyrirséðra tilefna í allt að sex mánuði. Heimilt að framlengja greiðslur þeirra um þrjá mánuði í senn en þó aldrei lengur en í tvö ár samfellt. 

Viðbótarlaun skal reikna á sérstakri launategund og haldið aðgreindri frá öðrum greiðslum. 

Launakerfið Orri: Launategund – Viðbótarlaun (565)

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.