Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Fæðispeningar

Starfsmaður sem hefur ekki aðgang að matstofu en ætti að hafa það skv. gr. 3.2.1 í flestum kjarasamningum eða sem er á vakt þegar matstofa vinnustaðar er ekki opin, skal fá það bætt með fæðispeningum enda sé dagleg vinnuskylda starfsmanns 6 klukkustundir eða lengri.

Upphæð fæðispeninga hækkar í samræmi við verðlag á þriggja mánaða fresti. Fæðispeningar eru 688,69 kr. (gildir frá 01.12.2025). 

Í einstaka kjarasamningum hefur verið samið um aðra framkvæmd og fjárhæð vegna fæðispeninga.

Fæðisfé er skattskylt og er reiknuð staðgreiðsla af því. 

Launakerfið Orri: Launategund - Fæðispeningar (815)

Hægt er að skilgreina greiðslu fæðispeninga í Vinnustund t.d. þannig að þeir greiðist í samræmi við viðveru. 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru skrifstofa kjara- og mannauðsmála og mannauðssvið Fjársýslunnar.