Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Fæðispeningar

Starfsfólk sem ekki hefur aðgang að mötuneyti á rétt á greiðslu fæðispeninga eða fæðisfjár. Fæðisfé er einungs greitt starfsfólki í 50% starfshlutfalli eða hærra og sem hefur vinnuskyldu í hádeginu (á tímabilinu 11:00-14:00). 

Fæðisfé er ekki greitt hlutfallslega þannig að starfsfólk í hálfu starfi sem vinnur í hádegi fær fullt fæðisfé. 

Vaktavinnufólk á rétt á greiðslu fæðisfjár ef matstofa er ekki opin á tímunum 11:30 – 13:30, 19:00 – 20:00 og 03:00 – 04:00. 

Upphæð fæðispeninga hækkar í samræmi við verðlag á þriggja mánaða fresti. Fæðispeningar eru 645,49 kr. (gildir frá 01.09.2024). 

Í einstaka kjarasamningum hefur verið samið um aðra framkvæmd og fjárhæð vegna fæðispeninga. Það á til dæmis við um fæðisfé sjómanna hjá Hafrannsóknastofnun og Landhelgisgæslunni í heimahöfn.  

Fæðisfé er skattskylt og er reiknuð staðgreiðsla af því. 

Launakerfið Orri: Launategund - Fæðispeningar (815)

Hægt er að skilgreina greiðslu fæðispeninga í Vinnustund t.d. þannig að þeir greiðist í samræmi við viðveru. 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.