Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Hlutverk stofnanasamninga og samspil við kjarasamninga

Stofnanasamningur er hluti af kjarasamningi og er meðal annars ætlað að tryggja þróun og stuðla að skilvirkara launakerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum stofnunar og starfsmanna hennar.

Hann er sérstakur samningur milli stofnunar og viðkomandi stéttarfélaga um aðlögun tiltekinna þátta kjarasamningsins að þörfum stofnunar með hliðsjón af sérstöðu starfa og verkefna hverrar stofnunar.

Einn veigamesti þáttur hins miðlæga kjarasamnings sem stofnun og viðkomandi stéttarfélagi er ætlað að útfæra er hvaða forsendur skuli ráða röðun starfa. Viðræður um stofnanasamning fara fram undir friðarskyldu.

Í stofnanasamningi skal semja um röðun starfa í launaflokka og meta persónu- og tímabundna þætti til röðunar í álagsþrep. Samningurinn hefur ekki önnur viðfangsefni nema þau séu sérstaklega tilgreind.

Munurinn á kjarasamningi og stofnanasamningi

Kjarasamningur er samningur milli stéttarfélaga og ríkisins um kaup og kjör og er stofnanasamningur hluti af kjarasamningi. Í stofnanasamningi skal semja um grunnröðun starfa og hvaða þættir og/eða forsendur skuli ráða röðuninni. Þar skulu fyrst og fremst metin þau verkefni og skyldur sem í starfinu felast auk þeirrar færni (kunnátta/sérhæfing) sem þarf til að geta innt starfið af hendi. Miða skal við að um sé að ræða viðvarandi og stöðugt verksvið og eins að þar sé verið að meta þá þætti starfsins sem leiða af þeim verkefnum/viðfangsefnum sem stofnun ber að sinna. Þannig er stofnanasamningur sérstakur samningur milli stofnunar og viðkomandi stéttarfélaga um aðlögun tiltekinna þátta kjarasamnings að þörfum stofnunar og starfsmanna með hliðsjón af eðli starfsemi, skipulagi og/eða öðru því sem gefur stofnun sérstöðu.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.