Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Lífeyrismál

Samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er öllu launafólki og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi rétt og skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá og með 16 ára til 70 ára aldurs. Skyldutrygging lífeyrisréttinda felur í sér skyldu til aðildar að lífeyrissjóði og til greiðslu iðgjalds til lífeyrissjóðs.  

Aðild að lífeyrissjóði, greiðslu lífeyrisiðgjalds og skiptingu iðgjaldsins milli starfsfólks og launagreiðanda fer eftir viðeigandi kjarasamningi. Starfsmaður greiðir 4% iðgjald og launagreiðandi 11,5% iðgjald. 

Aðild að lífeyrissjóði skal tiltaka í skriflegum ráðningarsamningi. 

Starfsfólk ríkisins greiðir flest í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins en um þann sjóð gilda samnefnd lög. Í einstaka kjarasamningum er kveðið á um annan lífeyrissjóð, t.d. í kjarasamningum lækna en þeir greiða í Almenna lífeyrissjóðinn og í kjarasamningum verkfræðinga sem greiða í lífeyrissjóðinn Lífsverk.  
 

Launakerfið Orri: Þegar starf er stofnað og kjarasamningur valinn sem greiða skal laun eftir er sjálfkrafa búið að tengja réttan lífeyrissjóð við starfið. 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.