Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál
Persónuafsláttur
Persónuafsláttur árið 2024 er 64.926 kr. á mánuði, sem þýðir að ekki er greiddur skattur af launum upp að 206.245 kr. á mánuði.
Persónuafsláttur árið 2025 er 68.691 kr. á mánuði, sem þýðir að ekki er greiddur skattur af launum upp að 218.136 kr. á mánuði.
Starfsmaður upplýsir launagreiðanda sinn um hvort nota eigi persónuafslátt við útreikning staðgreiðslu. Ef starfsmaður vinnur hjá fleiri en einum aðila þá þarf hann að upplýsa hversu hátt hlutfall eigi að nota hjá hverjum fyrir sig. Auk þess þarf starfsmaður að tilgreina í hvaða skattþrepi reikna á skatt hans, ef ekki í því lægsta. Þetta á þó ekki við ef starfsmaður starfar hjá fleiri en einni stofnun sem er í launakerfi ríkisins (Orri).
Skattþrepin í staðgreiðslu árið 2024 eru þrjú:
Af tekjum á bilinu 0-446.136 kr. á mánuði, 31,48%
Af tekjum á bilinu 446.137-1.252.501 kr. á mánuði, 37,98%
Af tekjum yfir 1.252.501 kr. á mánuði, 46,28%
Skattþrepin í staðgreiðslu árið 2025 eru þrjú:
Af tekjum á bilinu 0-472.005 kr. á mánuði, 31,49%
Af tekjum á bilinu 472.006-1.325.127 kr. á mánuði, 37,99%
Af tekjum yfir 1.325.127 kr. á mánuði, 46,29%
Starfsmaður sækir upplýsingar um nýtingu persónuafsláttar inn á þjónustuvef Skattsins með rafrænum skilríkjum eða veflykli.
Reiknivél staðgreiðslu getur auðveldað við ákvörðun um nýtingu persónuafsláttar miðað við tekjur.
Ofnýting á persónuafslætti
Skatturinn fylgist með ofnýtingu á persónuafslætti og lætur starfsmann og launagreiðanda vita ef um ofnýtingu er að ræða.
Almennar upplýsingar um persónuafslátt er að finna hjá Skattinum.
Launakerfið Orri.
Í þeim tilvikum þegar starfsfólk sinnir fleiri en einu starfi hjá ríkinu er launakerfið Orri stillt þannig að það starf sem er með lægra starfsnúmer byrjar að nýta persónuafsláttinn og 1. skattþrepið. Þessu er ekki hægt að breyta.
Valmyndin “Nýting á persónuafslætti” undir „Persónuafsláttur“ sýnir hvað er búið að nýta af persónuafslætti. Ef fram kemur í valmyndinni að allur persónuafsláttur sé nýttur en það sést ekki á launaseðli er öruggt að viðkomandi starfsmaður fær einnig laun frá annarri ríkisstofnun og fullnýtir persónuafsláttinn þar.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.