Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Undanþágulisti - Störf undanþegin verkfallsheimild

Í 19. grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru talin upp þau störf sem ekki hafa heimild til verkfalls.

Á hverju ári auglýsir fjármála-og efnahagsráðuneytið skrá um störf sem undanþegin eru verkfallsheimild. Skráin, oft kölluð undanþágulisti, skal auglýst fyrir 1. febrúar ár hvert að undangengnu samráði við stéttarfélög. Kjara- og mannauðssýsla annast gerð listans og hefur skilgreint verklag til að vinnsla listans og allt nauðsynlegt samráð geti átt sér stað innan þess tímaramma sem lögin setja.

Gerð er krafa til stofnana um að ítarlegur og nákvæmur rökstuðningur fylgi öllum þeim störfum sem óskað er eftir á undanþágulista að undangengnu samráði við stéttarfélög. Ný skrá tekur gildi 15. febrúar næst eftir birtingu. Sé ný skrá ekki birt framlengist síðast gildandi skrá um eitt ár. Andmæli gegn breytingum á skrám skulu borin fram fyrir 1. mars sama ár og skal ágreiningur um breytingar lagður fyrir Félagsdóm sem sker úr honum. Samkvæmt 5. tölulið, 19. greinar laganna nær heimild til verkfalls ekki til starfa við nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.